Gleðilega Hátíð

Jæja gott fólk.  Gleðileg jólin, vona að allir hafi haft það sem allra best yfir hátíðarnar. 

Ég er búin að vera dauðþreytt yfir jólin og eiginlega í hálfgerðum trans finnst mér.  Kom heim af næturvakt í gærmorgun og get eiginlega sagt að ég hafi sofið allan sólahringinn.  Fór að sofa um níuleytið.  Vaknaði aðeins um hálf fjögur og fékk mér að borða.  Sofnaði svo aftur og rétt vaknaði í um hálftíma til að borða kvöldmat.  Svo man ég bara ekki mikið meira fyrr en um sex leytið í morgun.  Enda finnst mér ég núna vera bara alveg endurnærð, veitti ekkert af þessu.

Hafði það ósköp gott um jólin þrátt fyrir þessa þreytu.  Var að vinna alla Þorláksmessu og aðfangadagsmorgun.  Eftir að heim var komið leið tíminn ósköp hratt og allt í einu var klukkan orðin sex.  Við vorum sjö hér í mat hjá mömmu og pabba.  Við fimm og amma og Konni.  Sátum á spjallinu til að verða 11 og svo var bara skriðið fljótt í rúmið.  Ég fékk fimm bækur í jólagjöf og því nóg að gera í lestrinum.  Þær voru: Viltu vinna miljarð, Nornin í Portobello, Um langan veg, Dauðrabýlið og eina á spænsku, man ekki hvað hún heitir í augnablikinu. 

Jóladagur fór í afslappelsi og lestur mesta hluta dagsins og svo fórum við í jólaboð til Guðrúnar systir pabba.  Mjög gaman að hitta ættingjana, borða góðan mat og spjalla saman.

Fór í vinnuna að morgni annars í jólum.  Var ekki mikið að gerast af því að hótelið var tómt á aðfangadag og jóladag.  Við sátum því og hálf létum okkur leiðast mest allan morguninn.  Las bara og drakk malt og appelsín :), elska vinnuna mína.   Mér finnst eiginlega miklu skemmtilegra þegar það er mikið að gera, en auðvitað er þetta normalt á þessum árstíma.   Lagði mig í smástund þegar ég kom heim og svo var skundað af stað í annað jólaboð og meiri mat :P.   Í þetta sinn var farið á Akranesið til Nílsa bróðir mömmu.  Gaman að hitta frændfólk sem ég hafði ekki hitt í tíu ár.   Mætti svo aftur í vinnuna á miðnætti og var að vinna til átta næsta morgun.    Missti svo algerlega af gærdeginum eins og áður sagði og veitti ekki af.  Var æðislegt að sofa svona og vinna upp bæði lærdómstörnina og ferðaþreytuna. 

Í dag fór ég og stússaðist niður á Icelandair vegna ferðarinnar.  Mjög ánægð bara með hvernig málum lauk þar.

Segi þetta gott í bili.  Vildi bara aðeins láta heyra í mér.

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband