Flutt heim og byrjuð að vinna

Langt síðan eitthvað hefur verið skrifað hér.   Nú er ég formlega útskrifuð með mastersgráðuna mína og flutt til Íslands.   Það var alveg meiri en nógur hellingur að gera þessar síðustu tvær vikur sem ég bjó úti og ég var alveg uppgefin bæði andlega og líkamlega þegar það var búið að gera allt sem þurfti ásamt því að kveðja alla eftir níu ára búsetu úti.   Svo vorum við viku í Orlando áður en ég kom heim.  Það var alveg frábær afslöppun í 27-30 stiga hita allan tímann, en rigndi aðeins fyrstu tvo dagana.  Það varð nú bara til þess að við fórum í mallið og versluðum frá okkur allt vit, eða eitthvað svoleiðis.  Semsé ekki alslæmt. 

Ísland tók "vel" á móti mér daginn sem ég flutti heim með jarðskjálta upp á 6.3.   Ég fann vel fyrir honum í Reykjavík og get bara ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið nær upptökunum.  Mér hefur oftar en ekki verið hugsað til fólksins fyrir austan síðan þetta gerðist sem er að ganga í gegnum svo margt þessa dagana.  Ekki nóg að allt hafi farið í rúst hjá mörgun heldur er líka búnir að vera stöðugir skjálftar síðan.

Vinnan gengur ágætlega að venjast, held ég allavega.  Það er nóg að gera þar og mikið að læra.   En það venst, mér líkar vel að vera þarna og mikið af frábæru fólki. 

Þessa helgina ætla ég að taka í góða aflöppun og ganga frá og skipuleggja svona það sem ég get meðan ég bý hérna hjá mömmu og pabba.   Dótið mitt allt enn á leiðinni til landsins og maður svona í hálfgerðri útilegu.   Ég ætla nú að taka mér góðan tíma í að finna íbúð og bíða af mér þetta ástand sem er nú á markaðnum.  Vona að það verði farið að rjúfa eitthvað til í svona kannski janúar þegar ég hef hugsað mér að kannski ráðast í íbúðakaup. 

Læt þetta duga í bili

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband