Enn eitt föstudagskvöldið

Jæja kominn 18.apríl.  Eiginlega má segja 19.apríl því klukkuna hér hjá mér vantar tvær mínútur í miðnætti.  Tíminn flýgur alveg áfram á eldhraða og einhvern veginn siglir maður í gegnum dagana.  Ég uppgötvaði það í morgun að í dag (18.apríl) eru fimmtán ár síðan ég var fermd W00t, hvernig gat það gerst?  Það þýðir þá líka að ég á stórafmæli eftir ákkúrat eitt ár og fjóra daga.   Maður hugsaði allaf um þrítugt fólk sem eitthvað svo gamalt í gamla daga, en svo er maður bara mættur hingað sjálfur. 

Nú er ég búin að skila stóru ritgerðinni minni, þessari sem ég er búin að vinna í síðan 7.febrúar.  Mikið rosalega var það mikill léttir að ýta á send takkann.   Nú er ég að vinna í að undirbúa fyrirlestur sem verður á miðvikudaginn 23.apríl.   Á mánudaginn sendi ég ritgerðina til 2 prófessora sem eru í nefndinni minni.  Þau þurfa svo að lesa yfir ritgerðina og á miðvikudaginn þegar ég mæti í "prófið", "fyrirlesturinn" eða hvað ég á að kalla það (exit exam) þá þarf ég fyrst að halda fyrirlestur í korter til tuttugu mínútur um ferlið við að skrifa ritgerðina, af hverju ég valdi efnið, heimildaöflun, vandamál, thesis (man ekki hvað það er á íslensku) og ýmislegt þannig.  Svo munu þau spyrja mig spurninga og allt í allt á þetta að taka um klukkutíma.   Hlakka svooooo til þegar það verður búið.   Ætla ekki að segja að ég sé ekkert stressuð, en ég þekki efnið mitt vel og er með frábæra ritgerð þó ég segi sjálf frá.  Svoooo ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta gangi allt saman bara vel.

Var að fá alveg ofboðslega óvænt en mjög skemmtilegt vinnutilboð í gær.  Það var svona eiginlega það síðasta sem ég átti von á, en er afskaplega upp með mér og ánægð með að hafa verið boðið það.   Held það sé alveg frábært tækifæri til að sýna hvað í mér býr. 

Helgin fer að mestu leyti í lærdóm.  Ætla að undirbúa alveg fyrirlesturinn fyrir miðvikudaginn, skrifa stutta ritgerð (5-6 síður) og byrja á lokaverkefnunum tveimur fyrir kúrsana sem ég er í.   Ætla nefnilega að taka mér alveg frí frá lærdóm og njóta afmælisdagsins á þriðjudaginn.   Í fyrra var ég á bráðamóttökunni á afmælisdaginn og er staðráðin í að eiga betri dag í ár Smile.

Kveð í bili

Krissan 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og fylgir ekki sögunni hvaða atvinnutilboð það er ???

Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Krissa mín til hamingju með vinnutilboðið,okkur Birnu var tilkynnt þetta fyrir nokkrum dögum og við erum sáttar og ánægðar fyrir þína hönd,þú átt eftir að standa þig vel eins og vanalega. Sjáumst fljótt kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 13.5.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband