Sýking

Jæja ekki er gott ástandið á mér í dag.  Er búin að vera frekar slöpp núna í fjóra daga með kvef og hósta og svoleiðis venjulegan slappleika.  En það sem öllu verra er að ég fékk sár á fótinn sem ekki gréri og fór að grafa svona líka skemmtilega í.  Allt marið og blátt og stokkbólgið.  Gat ekki lengur labbað í gær vegna verkja svo ég fór til læknis í dag sem kreysti þessi líka lifandis býsn af sambland greftri og blóði (afsakið lýsinguna) út úr fætinum á mér.  Er með einhversskonar sýkingu og komin á sýklalyf og sterk verkjalyf.   Sýni var sent í ræktun og ég fæ sennilega að vita seinna í vikunni hvers konar sýking þetta er nákvæmlega. 

 Ákvað því að "skrópa" í skólanum í kvöld og leyfa mér bara að vera lasarus.  Ekki skemmtilegt að standa í svona þegar manni veitir ekkert af öllum tíma til að læra.  en það er víst ekkert spurt að því.  

Farin að leggja mig.

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Krissa mín,það er ekki gott að heyra þetta,en þú ferð vel með þig,því heilsan er fyrir öllu. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 13.11.2007 kl. 15:37

2 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Takk fyrir kveðjuna María.   Ég er örlítið skárri í dag en maginn þolir víst ekki sýklalyfin svo ég hef verið að kasta upp ofan á allt saman.  Þetta tekur bara smá tíma .  Gaeti verið verra segir Pollýanna.

Kristveig Björnsdóttir, 14.11.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband