Ævintýralegur sunnudagsmorgunn

Já það er óhætt að segja það að ég hafi lent í ævintýri í morgun.   Vaknaði eins og venjulega til að hafa mig til að fara í kirkjuna.   Fyrir þá sem ekki vita (hef ekki hugmynd um hverjir lesa þessa síðu) þá vinn ég í kirkju á sunnudagsmorgnum við að passa ungabörn og er búin að gera síðastliðin þrjú ár.   Var svona heldur í seinni kantinum að koma mér útúr húsi en hugsaði með mér "æji þetta reddast, þar sem það er nú aldrei nein umferð svona snemma".   Já annað átti nú eftir að koma í ljós á meðan ég dauðsá eftir því að hafa ekki lesið blaðið eða fylgst með fréttum.  Það var nefnilega Marine Corps Maraþon í fullum gangi þegar ég keyrði niður götuna mína, fólk útí kanti að hrópa og kalla og kvetja.  

Jæja þar af leiðandi voru götur lokaðar útum allt í hverfinu mínu og EIN leið fyrir mig til að komast í burtu, leið sem ég keyri ALDREI og þekki þar af leiðandi ekki.   En bjartsýnismanneskjan ég hugsaði með mér "tja ég hlýt nú að komast út úr þessu einhvern vegin, sjáum bara til hvar ég lendi".   Og ég keyri og keyri og keyri, þessi hraðbrautin og hin hraðbrautin vegna þess að hvar sem ég fer til að komast í exit sem ég kannast við þá er hann LOKAÐUR.   Var nú smá farin að örvænta þegar voru liðnar 40 mínútur og ég kannaðist ekkert við mig, þess þá heldur vissi ég hvernig ég ætti að komast útúr þessum ógöngum.  Hringi í kirkjuna og segist vera villt og ekki viss hvort ég komist bara nokkuð í dag.   Allt í lagi með það segja þau, þannig að ég þurfti allavega ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því að enginn vissi af hverju ég væri ekki komin að vinna.   En je dúdda mía.   Einhvern vegin tókst mér að komast inn í Washington D.C og þá var sko komið í enn meira óefni því ég hef eiginlega aldrei keyrt í Washington, alltaf tekið metro þegar ég hef farið þangað og kunni því EKKI NEITT á göturnar þar.   Stoppaði og spurði lögregluþjón hvernig ég kæmist á highway 66.  Jú jú ekkert mál segir hann, ferð bara á L-street og heldur svo áfram þangað til þú kemur á 14.stræti og fylgir því þangað til þú sérð skilti fyrir 66.   "jibbí, nú kemst ég útúr þessu".  Guess again.   Ég keyrði og keyrði á 14.stræti og fór nú ekki alveg að standa á sama þegar ég var komin í svona miður skemmtilega útlítandi hverfi að mér fannst og ekki bólaði á neinu I-66 skilti.   Þannig að ég hringi í Amy (sem ég leigi með), hún fer á netið og leiðbeinir mér þannig út á hraðbraut en getið þið hvað. Jú mikið rétt LOKAÐ líka.    Þegar hér er komið sögu er ég búin að vera að þessu rugli í 2 klukkutíma.  Ákvað svo að lokum að reyna að komast í gegnum Georgetown og uppá Key Bridge til að komast heim, það hlyti nú að vera opið.  En, W00t LOKAÐ.  Ta ákvað ég nú bara að nú vaeri nóg komið og lagði bílnum og labbaði heim til mín (sem tók um 45 mínútur).  Lagði mig svo tegar heim var komið, laerdi adeins og arkaði svo aftur af stað í aðrar 45 mínútur til að saekja bílinn aftur tegar búið var að opna goturnar. 

Þannig að hér sit ég klukkan fimm og nýkomin inn frá því ad saekja bílinn sem by the way kostaði 1000 krónur íslenskar að leysa út úr bílastaeðinu. 

Aetla að fara að taka úr uppþvottavélinni og svo að laera.

Kveð í bili

 Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ sæta var að skoða bloggið þitt:)

Fanney (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 02:51

2 identicon

jahérna þvílíkur sunnudagsmorgunn, ekki beint sá skemmtilgasti:) en gott að þér tókst þetta með smá fórnum.......

Áslaug og Ísar Logi (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband