Pælingar um lífið og tilveruna!!

Í morgun var ég á leið frá Arlington til Fairfax þegar ég keyrði fram hjá umferðarslysi.  Áður hafði ég næstum fest mig uppá umferðareyju við að víkja fyrir lögreglubíl á leið á slysstað.   Þetta virtist vera alvarlegt slys, tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll á vettvangi auk lögreglunnar.   Lífið er svo óttalega brothætt og þarf ekki nema sekúndubrot til að allt breytist að eilífu, ekki einungis fyrir manneskjuna sem lenti y slysinu heldur einnig fjölskyldu og vini sem koma að daglega lífi manneskjunnar.  Þá fór ég að hugsa um hvað stjórnaði því að við erum á ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma nema kannski bara röð tilviljana.   Ég ætlaði til dæmis að vera farin útúr húsi tíu mínútum fyrr í morgun.  Þá hefði ég kannski verið akkúrat að keyra á þessum stað á þessum tíma.    

Fékk líka e-mail um helgina um að jóga kennari í studio sem ég sótti tíma í hefði látist í slysi fyrr í vikunni.  Hún var að ferðast á milli staða í vinnunni sinni í "golf cart" (man ekki íslenska heitið í augnablikinu), sleppir því sem hún heldur á til að benda vinnufélaga sínum á eitthvað, missir jafnvægið, dettur út og skellur með hnakkann í gangstéttina.  Hún komst aldrei aftur til meðvitundar.  Eftir sitja maður hennar og tveir synir sem nú verða að aðlagast lífinu að nýju án eiginkonu og móður sem framað þessu hafði verið fastur punktur í tilverunni. 

Líf fjölskyldu Madeleina McCann litlu sem hefur verið svo mikið í fréttunum undanfarið verður aldrei samt aftur hvort sem hún finnst á lífi eður ei.     

Hef mikið verið í svona pælingum undanfarna daga.  Af hverju fæðumst við í ákveðnu landi, í ákveðna fjölskyldu, í ákveðna stétt en ekki einhverja aðra og svo framvegis.  

Já lífið er fullt af spurningum sem ómögulegt er að svara ekki satt.  

 

Krissa í heimspekilegum hugleiðingum kveður að sinni.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband