Byrja aftur að blogga

Jæja, 

Það er spurning að fara að koma sér aftur í blogg gírinn.  Er svona rétt að komast inn í rútínu aftur eftir dvölina á Íslandi í sumar.  Var alveg frábært að vera heima og hlakka ég til að koma aftur.

Skólinn er byrjaður og búið að vera nóg að gera þessa viku.  Skellti mér svo til New York og New Jersey um helgina til að taka þátt í Scandinavian Festival sem þar var haldið.   Seldum þar lopapeysur og fleiri prjónavörur ásamt íslenskum pylsum og kleinum.  

New York var upplifun I have to say, sérstaklega Chinatown.  Náði að gera góð kaup þar á handtöskum sem úir og grúir af á hverju horni.   Er verið að plana aðra ferð þarna uppeftir kannski í Nóvember til að versla jólagjafir.  

 Er búin að vera að lesa um Conquest of America og Ancient civilization í allan morgun og er núna að lesa um gramática og el lenguaje humano,  spennó Smile

Kveð í bili en læt aftur í mér heyra fljótlega.   

 

Krissa 


Bloggleti

Hef verið ofboðslega löt að blogga undanfarið.   Hef mest megnis verið að vinna en náði að skreppa uppí Borgarfjörð um daginn í tveggja daga afslöppun sem var alveg yndislegt.

Er svo alltaf að prjóna og langar að sýna ykkur nýjasta verkefnið.

Prjonadur kragi 003  kragi fyrir mömmu sem er alltaf kalt á hálsinum.  Hvað finnst ykkur?

 


Hitamet

Þarf að sýna vinum mínum úti þetta, sem fá alltaf hroll þegar ég minnist á Ísland LoL


mbl.is Lygamælir slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá!

Það má aldeilis fara varlega.  Maður veit aldrei hvar hætturnar leynast.  

En það er líka kaldhæðnislegt að maður getur lent í að vera rændur alveg sama hvað maður fer varlega og passar uppá það sem maður er með.  Skyldfólk mitt lenti í því núna á dögunum á ónefndri strönd á Spáni að þurfa að líta af bakpoka sem þau voru með með sér í kannski hálfa mínútu til að huga að fjögurra ára syni sínum.   Sneru sér við og bakpokinn horfinn ásamt myndavél, síma og ýmsu sem þar var. 

Sannar bara að maður er hvergi óhultur, hvorki heima hjá sér né annarsstaðar. 

 

 


mbl.is Íslendingur lenti í vopnuðu ráni í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki að láta sér detta svona í hug

Ja hérna hér, nú er ég eiginlega bara orðlaus. 

Er það virkilega þess virði (þó að potturinn sé metinn á 1,5 miljónir) að tæma tveggja tonna pottinn og þurfa svo að nota krana til þess að flytja hann í burtu.  Hlýtur að vera frekar mikið áberandi og skrýtið að enginn hafi tekið eftir þessu. 

Ég verð eiginlega að segja það að ég er sammála því sem Kristján Berg segir í fréttinni að það hefði verið rökréttara fyrir þjófana að stela bílum af bílasölunum í nágrenninu.  Ef að ég væri að hugsa um að stela einhverju þá væri tveggja tonna heitur pottur og fullur af vatni þar að auki ekki það fyrsta sem mér dytti í hug að stela. 

En það er ótrúlegt sem fólki dettur í hug!!!


mbl.is „Stórmerkilegt, enda var hann fullur af vatni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Hundarnir

Fyrst þegar ég las þessa frétt fannst mér þetta alveg snilldar hugmynd.  Fólk eins og ég sem elskar hunda en hefur ekki efni á að eiga þá gæti bara leigt sér hund í nokkra klukktíma og farið út að labba og svoleiðis.  En.................

þegar ég fór að hugsa þetta aðeins betur þá finnst mér þetta ekki svo sniðugt og eiginlega bara alls ekki.  Aumingjans hundarnir verða örugglega snarruglaðir á þessu og getur ekki verið hollt fyrir þá að vera í sífellu að flakka á milli fólks.  Þeir þurfa staðfestu í sitt líf alveg eins og börn og menn.  Ég hef oft búið með dýrum, bæði hundum og köttum og get staðfest það að smávægilegar breytingar geta sett þá alveg úr skorðum.  

Þetta fer örugglega ekki vel með sálarlífið þeirra því þeir hafa jú tilfinningar alveg eins og við þó þeir geti ekki tjáð þær við okkur ekki satt.  

 


mbl.is Hundar leigðir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt búið og komin til Íslands

Jæja það eru heil ósköp búin að ganga á hjá mér síðan ég skrifaði síðustu færslu. 

Var í stresskasti dauðans þá og tókst  nú að lokum að skila síðustu ritgerð alveg þetta líka ánægð með mig.  Strax og ég kláraði fórum við Amy að undirbúa partýið sem við vorum með laugardaginn 12.maí til að halda uppá útskriftina hennar.  Var að klára masterinn í Conflict Analysis and Resolution.  Kann ekki að skrifa það á íslensku. 

Fengum um 15 manns heim, vorum búnar að gera rosa fínt og kokka góðan mat.  Kvöldið var mjög skemmtilegt og allt tókst eftir uppskrift.    Vikan áður en ég flaug svo heim til Íslands flaug eitthvað útí bláinn, hvert? Hef ekki hugmynd.  Var á þeytingi hingað og þangað, vinna og redda svona síðustu smáatriðum fyrir brottforina.  Náði líka að slappa aðeins af, tjilla með Helgu og Ísak,  skreppa niður til nágranna okkar í drykk og með því.  Semsagt nóg að gera en bara gaman. 

Gaman segi ég, ja kannski fyrir utan það að einkunnirnar voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.  Kröfurnar eru svo rosalegar hérna að maður má bara fá undir einkuninni átta í tveimur áföngum í öllu náminu.   Mér tókst að fá það í tveimur áföngum þessa önnina svo að nú verður aldeilis pressa á að standa sig og það vel í haust.   Er að íhuga að hætta bara að vinna, en við sjáum nú til með það.  Þarf allavega virkilega að endurskipuleggja mig. 

Búin að vera núna í fjóra daga hér á Íslandi og það er bara yndislegt.  Reyndar kvarta ég sáran yfir veðráttunni, það nær ekki nokkurri átt að það sé að snjóa hér í maí, meikar akkúrat engan sense.  

Var í vinnuviðtali í morgun á hótel Loftleiðum.  Byrja að vinna í fyrramálið klukkan hálf níu.  Hlakka alveg svakalega til.   Læt vita hvenrig það gekk síðar

Ciao ciao í bili

Krissan


Eitt próf búið, tvær ritgerðir eftir

Hvað sagði ég ekki,  blogga ég aftur annan daginn í röð (eða bloggaði ég í fyrradag), man það hreinlega ekki.  Sit hér í kaffiteríunni og er að fá mér melónu og kaffi í eftirmat.  Borðaði hálfa samloku (af því að ég missti hinn helminginn í gólfið *roðn*, alger klaufi.  og fullt af salati. 

 Er nýbúin í lokaprófinu.  Það gekk ágætlega held ég.  Giska á milli 7 og 8 í einkunn.  Væri náttúrulega bara æðislegt að fá níu en ég held svona realistically speaking að það sé ekki að fara að gerast. 

Planið var að það færu allir saman út að borða eftir á en ég ákvað að vera party pooper og fara frekar að fá mér að borða eitthvað fljótlegt og svo á bókasafnið þar sem ég á eftir að klára tvær ritgerðir fyrir fimmtudag.   Skemmtileg, I know. 

Jæja segi þetta bara gott í bili

En aldrei að vita nema ég bloggi aftur áður en helgin gengur í garð. Smile

Ciao


Kraftaverkin gerast enn!!!!

Já hvað haldið þið.  Kella ákvað að prófa að blogga aftur.

Hvað er skemmtilegra þegar maður er í prófum heldur en að blogga og gera allt sem maður á ekki að vera að gera.   Ég á núna eftir að skrifa tvær 12 blaðsíðna ritgerðir og taka eitt lokapróf á næstu 4 dögum.  Hvað er það svosem á milli vina.   Það verður bara að hlakka til þegar þetta er allt saman búið.  Það er planað partý í íbúð 203 við 2001 N Daniel street næsta laugardagskvöld, verður svaka fjör.  Svo ætlum við Helga að vera duglegar að hittast og æfa ásamt því að setjast niður og prjóna saman.  Svo kemur bara að því að Krissan komi til Íslands og lendir hún þar að morgni 18.maí.

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan í febrúar.  Til að stikla á stóru þá fór ég í 3 daga ferð í vorfríinu mínu að heimsækja Shirley og Molly í North Carolina.  Það var æðislegt og gott að slappa af í góðum félagsskap.

Þegar heim var komið tók við vinna og skóli og meiri vinna og meiri skóli.  Lífið snýst nú yfirleitt bara um það.   Elskuleg tölvan mín tók uppá því að gefa upp öndina í mars og megi hún hvíla í friði.   Nýja tölvan er æðisleg,  mjög ánægði með hana. 

Ég fór og hitti hana Susan skjaldkirtilssérfræðing líka í mars og hún setti mig á skjaldkirtilslyf þar sem ég var búin að vera mikið þreytt og gat bara sofið endalaust, hafði einnig þyngst frekar vel *hóst* og verið einhver depurð í mér.  Þetta er allt partur af því að hafa vanvirkan skjaldkirtil og ég get bara ekki líst því hvað það er mikil breyting síðan.

Verð á Íslandi 18.maí til 15.ágúst.  Fæ vonandi vinnu fljótlega, frekar erfitt þegar það er í lausu lofti, en ég hef nú samt engar áhyggjur af því. 

Ætla að kveðja í bili og fara að gera eitthvað af viti hér í vinnunni, var að enda við að róa niður æstan kúnna sem skilur ekkert í því að starfsfólkið mitt þurfi að búa til saladið hans fyrir hann.  Löng saga að segja frá.

Aldrei að vita nema þið sjáið aðra færslu frá mér á næstu dögum, svona þegar ég er dottin í gírinn aftur.   Hugsa að ég stofni annað blogg til að skrifa á ensku í sumar svo að vinir mínir hér í ameríkunni og annarsstaðar geti fylgst með mér og lífinu á klakanum

Knús og kveðjur

Yfir og út.


Sko Vissi ég ekki!!!!

Datt alveg í hug að ég myndi hafa lítinn tíma til að blogga þegar ég kæmi aftur hingað út.   Ótrúlegt hvað tíminn hefur flogið og að ég sé búin að vera heima (hitt heimað) í 2 vikur.  Það er alltaf nóg að gera, því ef ég er ekki í vinnu eða skólanum þá er ég að læra, í yoga, keilu eða bara einhverju sem mér dettur í hug.  Kemur voða sjaldan fyrir að ég setjist bara uppí sófa að gera ekki neitt. 

Heilsan er öll að koma til og það eina sem ég gæti sagt að væri að hrjá mig enn sem afleiðing af aðgerðinni er að ég get ekki beitt röddinni neitt að ráði,  svo lengi sem ég tala bara í sömu tónhæð þá er ég bara góð :P.   Þýðir ekkert að verða reið eða fara að öskra á neinn :P  dammmmmmmm

Það var vesen hérna hjá okkur Amy í síðustu viku með rafmagnið inn á klósetti.  Allt í einu slokknaði bara ljósið.   Hélt náttúrulega fyrst að þetta væri ljósaperan, en nei ekki var það nú svo einfalt.   Það þurfti að fá rafmagns sérfræðing, rífa í sundur vegginn og allt mögulegt til að laga þetta.  Veit ekkert hvað var að, en ég þarf allavega ekki lengur að fara í sturtu í myrkrinu með nokkur kertaljós til að gefa ljósglætu.   Það var nú alveg smá rómó samt, en vantaði bara manninn með mér itl að fullkomna rómantíkina :P, hehehehe.

 Jæja ætla að fara að halda áfram að skrifa ritgerðir og lesa, af nógu að taka í þeirri deildinni,

 Krissan kveður þangað til næst,  hvenær sem það nú verður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband