28.2.2008 | 03:25
Umferðin
Ég varð nú bara aðeins að tjá mig um þetta því ég var alveg ótrúlega hneyksluð á því sem ég varð vitni að í umferðinni á leið heim úr skólanum í kvöld.
Var að keyra niður götu þar sem tvær akreinar verða að einni. Það voru tveir bílar beint fyrir framan mig sem virtust ætla báðir að komast fram fyrir hinn. Annar endaði svo á því að troða sem fram fyrir hinn. Sá sem lenti fyrir aftan var ekki að sætta sig við það svo hann eldsnöggt gaf í, fór yfir á beygju akreinina við hliðina og TRÓÐ SÉR AFTUR FRAM FYRIR HINN. Ekki nóg með það heldur var hann í því að bremsa og keyrði eins hægt og hann gat niður brekkuna greinilega til að bögga hinn ökumanninn. Ótrúlegt alveg og hefði auðveldlega getað stuðlað að árekstri þarna. Ég beygði útaf og fór aðra leið því ég hafði engan áhuga á að lenda í árekstri útaf svona hugsanaleysi og djarfakstri af hálfu þessa ökumanns. Er mikið um svona asnaskap í umferðinni í dag? Tek það fram að þetta ætti kannski ekki að koma mér á óvart þar sem ég bý jú í Bandaríkjunum en kommon fyrr má nú vera.
Jæja í öðrum fréttum er það helst að ég er löng búin að fá tölvuna mína úr viðgerð. Er á fullu að vinna í lokaritgerðinni minni sem ég á að skila þann 13.apríl og mun verja 23.apríl klukkan tíu. Væri að ljúga ef ég segist ekki vera smá stressuð yfir þessu öllu. Er að klára þessa ritgerð, kúrsana mína tvo, plana flutning til Íslands, heimsókn fjölskyldunnar í maí og að kveðja alla vini mína og líf mitt hér í Bandaríkjunum. Margt í gangi en ég hlakka líka til að koma heim og koma mér aftur inn í íslenska samfélagið. Er búin að vera heil níu ár í burtu og frekar skrýtin tilhugsun að vera að flytja heim aftur
Jæja, segi þetta gott í bili
Kveðja
Krissan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.