Tölvulaus

Jæja það er aldeilis langt um liðið síðan ég hef skrifað blogg hér.  Hef alveg smá afsökun því tölvan mín er búin að vera í viðgerð síðan 24.janúar eða í tvær vikur.  Ég hef nú samt alveg komist í tölvu eins og til dæmis hér í skólanum þar sem ég er núna og hjá meðleigjanda mínum þegar hún er ekki heima.  Hef bara ekki komið mér í að blogga ennþá.

Það er allt gott að frétta héðan.  Síðasta önnin í mastersnáminu komin á fullt skrið og tíminn sem ég á eftir sem íbúi í Bandaríkjunum styttist óðfluga.   Það er nú bara ótalmargt búið að gerast síðan ég kom aftur út en ég nenni ómögulega að fara að telja það allt upp.  Það styttist óðfluga í þorrablót íslendingafélagsins hér í D.C sem verður 16.febrúar.  Fullt af afmælum á döfinni ásamt að sjálfsögðu alveg böns af lærdómi.

Ég er einnig búin að skrá mig í jóga og keilu og svo er náttúrulega "operation lets get fit" alveg í fullum gangi.  Nú er ég loksins held ég komin í almennilegan gír að æfa hvort sem það er jóga, sund, excercise tapes eða bara að gera eitthvað 4 til 6 sinnum í viku og breyta mataræðinu.  ´

Hef lítið enn sem komið er fylgst með þessum forsetakostningum hér en ég er allavega pottþétt á hlið demókratanna.

Jæja ætla að ná að læra eitthvað aðeins áður en meðleigjandinn er búin í tíma og við höldum heim á leið.

Bið að heilsa ykkur í bili

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband