Skil ekki að láta sér detta svona í hug

Ja hérna hér, nú er ég eiginlega bara orðlaus. 

Er það virkilega þess virði (þó að potturinn sé metinn á 1,5 miljónir) að tæma tveggja tonna pottinn og þurfa svo að nota krana til þess að flytja hann í burtu.  Hlýtur að vera frekar mikið áberandi og skrýtið að enginn hafi tekið eftir þessu. 

Ég verð eiginlega að segja það að ég er sammála því sem Kristján Berg segir í fréttinni að það hefði verið rökréttara fyrir þjófana að stela bílum af bílasölunum í nágrenninu.  Ef að ég væri að hugsa um að stela einhverju þá væri tveggja tonna heitur pottur og fullur af vatni þar að auki ekki það fyrsta sem mér dytti í hug að stela. 

En það er ótrúlegt sem fólki dettur í hug!!!


mbl.is „Stórmerkilegt, enda var hann fullur af vatni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband