10.6.2007 | 21:45
Aumingja Hundarnir
Fyrst þegar ég las þessa frétt fannst mér þetta alveg snilldar hugmynd. Fólk eins og ég sem elskar hunda en hefur ekki efni á að eiga þá gæti bara leigt sér hund í nokkra klukktíma og farið út að labba og svoleiðis. En.................
þegar ég fór að hugsa þetta aðeins betur þá finnst mér þetta ekki svo sniðugt og eiginlega bara alls ekki. Aumingjans hundarnir verða örugglega snarruglaðir á þessu og getur ekki verið hollt fyrir þá að vera í sífellu að flakka á milli fólks. Þeir þurfa staðfestu í sitt líf alveg eins og börn og menn. Ég hef oft búið með dýrum, bæði hundum og köttum og get staðfest það að smávægilegar breytingar geta sett þá alveg úr skorðum.
Þetta fer örugglega ekki vel með sálarlífið þeirra því þeir hafa jú tilfinningar alveg eins og við þó þeir geti ekki tjáð þær við okkur ekki satt.
Hundar leigðir út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.