Færsluflokkur: Bloggar
20.9.2008 | 12:30
Klukk
Já ég var að reka augun í það að Fríða klukkaði mig. Get ekki annað en tekið þátt í því :)
4 störf sem ég hef unnið:
Hagkaup Kringlunni (á kassa), Sodexho University Dining (Admin), Longfellow Middle School (After school program supervisor), Icelandair Hotel Loftleiðir (móttaka sumarið 2007 og móttökustjóri frá júní 2008)
4 bíómyndir sem ég held upp á:
Sound of Music, My Big Fat Greek Wedding, Rendition, How to loose a guy in ten days
4 staðir sem ég hef búið á:
Dúfnahólar 6, 12018 Hamden Ct í Oakton VA, 9951 Cyrandall Drive í Oakton VA, 2001 N Daniel Street í Arlington VA
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi:
Spánn (Costa del Sol og Barcelona), Noregur (Oslo og fleiri staðir), USA (ýmsir staðir), Sviss og eftir nokkra daga mun Lusaka Zambia bætast á listann
4 sjónvarpsþættir sem ég hef mætur á:
CSI, Without a Trace, Cold Case, Friends
4 vefsíður sem ég sæki oft fyrir utan blogg:
facebook.com, mbl.is, ja.is, tripadvisor.com
4 réttir í uppáhaldi:
Lambalæri með öllu tilheyrandi, allt indverskt, gott og matarmikið salat a la ég, Tortilla með hakki, grænmeti, guacamole.....
4 staðir sem ég vildi vera á núna:
í Virginia. í eigin íbúð, á sólarströnd, komin í fríið til Lusaka
4 bækur sem ég les oft:
Hef nú ekkert mikið verið að lesa bækur oft. Ætli það sé ekki helst að nefna Malinche eftir Laura Esquivel sem ég skrifaði masters ritgerðina mína um.
Ætla einungis að klukka einn bloggara og það er Baldvin frændi
Kveð í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 23:50
Nóg að gera!
Jæja aldeilis langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér. Það er búið að vera meira en nóg að gera bæði í vinnunni og annarsstaðar. Bensínverð heldur áfram að hækka og ég held að það sé alveg útséð um það að ég fari að spá í íbúðakaup fyrr en í fyrsta lagi í janúar. Það hafa margir spurt mig af hverju ég fari ekki að leigja en í sannleika sagt þá finnst mér það vera bara peningasóun í bili. Hitt er annað mál að ef að ástandið hefur ekkert lagast í janúar í sambandi við kaup þá verð ég örugglega tilbúin til að fara í eigið húsnæði hvort sem er leigt eða keypt. Í bili er ég allavega bara sátt hérna hjá mömmu og pabba enda að vinna slatta mikið og svona líka meðan ég er að komast inn í hvernig allt virkar á Íslandi. Þetta er búið að vera mikið að læra undanfarnar vikur en nú held ég að það hljóti að fara að róast um og allt fari að komast í fastar skorður.
Fékk búslóðina mína í síðustu viku. Ætla nú ekki að fara mörgum orðum um það hér á opnum vef hvað mér finnst um hvernig var staðið að þessum flutningum. Segjum bara að ég hafi mikið lært af þessu og er síður en svo ánægð með hvernig staðið var að ýmsum þáttum í að koma dótinu heim. Það sem skiptir hins vegar máli núna er að það er komið og að það er búið að vinna úr öllum þessum vandamálum sem komu upp. Situr eins og er niðrí bílskúr hérna hjá mömmu og pabba og mig klæjar í puttana að fara að pakka uppúr og koma þessu fyrir hjá mér, en það verður víst að bíða aðeins betri tíma. Rándýrt að flytja svona búslóð á milli landa, en maður verður líka að hugsa um það hvað það myndi kosta að kaupa þetta allt saman uppá nýtt hérna á Íslandi. Ég er ekkert viss um að það yrði neitt ódýrara, ef ekki bara töluvert dýrara.
Segi þetta gott í bili. Þangað til næst
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.6.2008 | 15:12
Flutt heim og byrjuð að vinna
Langt síðan eitthvað hefur verið skrifað hér. Nú er ég formlega útskrifuð með mastersgráðuna mína og flutt til Íslands. Það var alveg meiri en nógur hellingur að gera þessar síðustu tvær vikur sem ég bjó úti og ég var alveg uppgefin bæði andlega og líkamlega þegar það var búið að gera allt sem þurfti ásamt því að kveðja alla eftir níu ára búsetu úti. Svo vorum við viku í Orlando áður en ég kom heim. Það var alveg frábær afslöppun í 27-30 stiga hita allan tímann, en rigndi aðeins fyrstu tvo dagana. Það varð nú bara til þess að við fórum í mallið og versluðum frá okkur allt vit, eða eitthvað svoleiðis. Semsé ekki alslæmt.
Ísland tók "vel" á móti mér daginn sem ég flutti heim með jarðskjálta upp á 6.3. Ég fann vel fyrir honum í Reykjavík og get bara ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið nær upptökunum. Mér hefur oftar en ekki verið hugsað til fólksins fyrir austan síðan þetta gerðist sem er að ganga í gegnum svo margt þessa dagana. Ekki nóg að allt hafi farið í rúst hjá mörgun heldur er líka búnir að vera stöðugir skjálftar síðan.
Vinnan gengur ágætlega að venjast, held ég allavega. Það er nóg að gera þar og mikið að læra. En það venst, mér líkar vel að vera þarna og mikið af frábæru fólki.
Þessa helgina ætla ég að taka í góða aflöppun og ganga frá og skipuleggja svona það sem ég get meðan ég bý hérna hjá mömmu og pabba. Dótið mitt allt enn á leiðinni til landsins og maður svona í hálfgerðri útilegu. Ég ætla nú að taka mér góðan tíma í að finna íbúð og bíða af mér þetta ástand sem er nú á markaðnum. Vona að það verði farið að rjúfa eitthvað til í svona kannski janúar þegar ég hef hugsað mér að kannski ráðast í íbúðakaup.
Læt þetta duga í bili
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 18:00
Stutt færsla í dag
Ég er svo hoppandi glöð í dag að ég veit varla hvernig ég á að vera. Ég er búin í masters prófinu, eða thesis defense og ég NÁÐI. Ekki að ég hafi ekki haft alveg hugmynd um að ég myndi ná því ég var svo ánægð með ritgerðina en bara að vera búin að þessu og vita þetta alveg 100 % er ótrúleg tilfinning.
Nú er bara að einbeita sér að klára kúrsana tvo þessar tvær vikur sem eru eftir, en það verður ekkert mál eftir að vera búin að klára prófið sem ég var í í morgun.
Átti líka yndislegan afmælisdag í gær. Var löngu búin að ákveða að læra ekkert þennan dag svo mín fór og dúllaði við sjálfa sig og út að borða bæði í hádegi og kvöldmat.
Sólarkveðjur héðan úr Ameríkunni
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2008 | 04:39
Enn eitt föstudagskvöldið
Jæja kominn 18.apríl. Eiginlega má segja 19.apríl því klukkuna hér hjá mér vantar tvær mínútur í miðnætti. Tíminn flýgur alveg áfram á eldhraða og einhvern veginn siglir maður í gegnum dagana. Ég uppgötvaði það í morgun að í dag (18.apríl) eru fimmtán ár síðan ég var fermd , hvernig gat það gerst? Það þýðir þá líka að ég á stórafmæli eftir ákkúrat eitt ár og fjóra daga. Maður hugsaði allaf um þrítugt fólk sem eitthvað svo gamalt í gamla daga, en svo er maður bara mættur hingað sjálfur.
Nú er ég búin að skila stóru ritgerðinni minni, þessari sem ég er búin að vinna í síðan 7.febrúar. Mikið rosalega var það mikill léttir að ýta á send takkann. Nú er ég að vinna í að undirbúa fyrirlestur sem verður á miðvikudaginn 23.apríl. Á mánudaginn sendi ég ritgerðina til 2 prófessora sem eru í nefndinni minni. Þau þurfa svo að lesa yfir ritgerðina og á miðvikudaginn þegar ég mæti í "prófið", "fyrirlesturinn" eða hvað ég á að kalla það (exit exam) þá þarf ég fyrst að halda fyrirlestur í korter til tuttugu mínútur um ferlið við að skrifa ritgerðina, af hverju ég valdi efnið, heimildaöflun, vandamál, thesis (man ekki hvað það er á íslensku) og ýmislegt þannig. Svo munu þau spyrja mig spurninga og allt í allt á þetta að taka um klukkutíma. Hlakka svooooo til þegar það verður búið. Ætla ekki að segja að ég sé ekkert stressuð, en ég þekki efnið mitt vel og er með frábæra ritgerð þó ég segi sjálf frá. Svoooo ég geri ekki ráð fyrir öðru en að þetta gangi allt saman bara vel.
Var að fá alveg ofboðslega óvænt en mjög skemmtilegt vinnutilboð í gær. Það var svona eiginlega það síðasta sem ég átti von á, en er afskaplega upp með mér og ánægð með að hafa verið boðið það. Held það sé alveg frábært tækifæri til að sýna hvað í mér býr.
Helgin fer að mestu leyti í lærdóm. Ætla að undirbúa alveg fyrirlesturinn fyrir miðvikudaginn, skrifa stutta ritgerð (5-6 síður) og byrja á lokaverkefnunum tveimur fyrir kúrsana sem ég er í. Ætla nefnilega að taka mér alveg frí frá lærdóm og njóta afmælisdagsins á þriðjudaginn. Í fyrra var ég á bráðamóttökunni á afmælisdaginn og er staðráðin í að eiga betri dag í ár .
Kveð í bili
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 03:13
Föstudagskvöld
Það er orðið svo langt síðan ég hef skrifað blogg að ég efast um að það sé nokkur maður að kíkja hingað lengur. Tíminn alveg þýtur áfram og í dag eru tæpir tveir mánuðir í flutning aftur til Íslands. Verð að segja það að ég er farin að hlakka bara til þó það verði alls ekki auðvelt að fara héðan og kveðja allt yndislega fólkið sem ég þekki hérna. Conflicting emotions. Get 100 % sagt það þó að ég tel dagana þangað til ég er búin í skólanum, búin að fá alveg meira en nóg af námi í bili. Ritgerðin gengur mjög vel og er komin alveg á lokasprettinn enda ekki seinna vænna því skil eru eftir rúma viku þann 14.apríl.
Það er hefur margt gerst síðan ég bloggaði síðast. Fór í ferðalag til Pittsburgh sem endaði (well reyndar byrjaði) með miklu drama svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir það allt naut ég þess bara vel að skoða borgina og borða góðan mat í nokkra daga. Því miður munu vinkonur mínar tvær sem ég var með þar aldrei tala saman aftur en það er önnur saga sem á ekki heima á blogginu. Þegar ég kom til baka passaði ég hund í viku í risastóru og flottu húsi með sundlaug og heitum potti útí garði, stuð. Lenti í veseni með bíldrusluna mína. Hann er búinn að endast mér síðan 2004 þessi elska og þó ég viti vel að hann sé orðinn hundgamall (95 módel) þá mátti hann alveg bíða í tvo mánuði í viðbót með að bila svona *dæs*, það er víst ekki á allt kosið (held maður segi það svona á íslensku).
Fyrir utan svona það helsta þá hefur lífið að miklu leyti snúist um lærdóm svona eins og við er að búast bara þegar maður er að klára mastersnám. Fór líka til skjaldkirtilslæknisins í morgun bara í routine tékk til að tékka á stöðunni. Á ekki von á öðru en að allt sé í fínu lagi enda hefur mér liðið mjög vel.
Hugsa að ég láti þeta duga í bili og vona nú að ég verði aðeins duglegri að blogga svona allavega þangað til ég flyt heim.
Kveðja, Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 03:25
Umferðin
Ég varð nú bara aðeins að tjá mig um þetta því ég var alveg ótrúlega hneyksluð á því sem ég varð vitni að í umferðinni á leið heim úr skólanum í kvöld.
Var að keyra niður götu þar sem tvær akreinar verða að einni. Það voru tveir bílar beint fyrir framan mig sem virtust ætla báðir að komast fram fyrir hinn. Annar endaði svo á því að troða sem fram fyrir hinn. Sá sem lenti fyrir aftan var ekki að sætta sig við það svo hann eldsnöggt gaf í, fór yfir á beygju akreinina við hliðina og TRÓÐ SÉR AFTUR FRAM FYRIR HINN. Ekki nóg með það heldur var hann í því að bremsa og keyrði eins hægt og hann gat niður brekkuna greinilega til að bögga hinn ökumanninn. Ótrúlegt alveg og hefði auðveldlega getað stuðlað að árekstri þarna. Ég beygði útaf og fór aðra leið því ég hafði engan áhuga á að lenda í árekstri útaf svona hugsanaleysi og djarfakstri af hálfu þessa ökumanns. Er mikið um svona asnaskap í umferðinni í dag? Tek það fram að þetta ætti kannski ekki að koma mér á óvart þar sem ég bý jú í Bandaríkjunum en kommon fyrr má nú vera.
Jæja í öðrum fréttum er það helst að ég er löng búin að fá tölvuna mína úr viðgerð. Er á fullu að vinna í lokaritgerðinni minni sem ég á að skila þann 13.apríl og mun verja 23.apríl klukkan tíu. Væri að ljúga ef ég segist ekki vera smá stressuð yfir þessu öllu. Er að klára þessa ritgerð, kúrsana mína tvo, plana flutning til Íslands, heimsókn fjölskyldunnar í maí og að kveðja alla vini mína og líf mitt hér í Bandaríkjunum. Margt í gangi en ég hlakka líka til að koma heim og koma mér aftur inn í íslenska samfélagið. Er búin að vera heil níu ár í burtu og frekar skrýtin tilhugsun að vera að flytja heim aftur
Jæja, segi þetta gott í bili
Kveðja
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 01:34
Tölvulaus
Jæja það er aldeilis langt um liðið síðan ég hef skrifað blogg hér. Hef alveg smá afsökun því tölvan mín er búin að vera í viðgerð síðan 24.janúar eða í tvær vikur. Ég hef nú samt alveg komist í tölvu eins og til dæmis hér í skólanum þar sem ég er núna og hjá meðleigjanda mínum þegar hún er ekki heima. Hef bara ekki komið mér í að blogga ennþá.
Það er allt gott að frétta héðan. Síðasta önnin í mastersnáminu komin á fullt skrið og tíminn sem ég á eftir sem íbúi í Bandaríkjunum styttist óðfluga. Það er nú bara ótalmargt búið að gerast síðan ég kom aftur út en ég nenni ómögulega að fara að telja það allt upp. Það styttist óðfluga í þorrablót íslendingafélagsins hér í D.C sem verður 16.febrúar. Fullt af afmælum á döfinni ásamt að sjálfsögðu alveg böns af lærdómi.
Ég er einnig búin að skrá mig í jóga og keilu og svo er náttúrulega "operation lets get fit" alveg í fullum gangi. Nú er ég loksins held ég komin í almennilegan gír að æfa hvort sem það er jóga, sund, excercise tapes eða bara að gera eitthvað 4 til 6 sinnum í viku og breyta mataræðinu. ´
Hef lítið enn sem komið er fylgst með þessum forsetakostningum hér en ég er allavega pottþétt á hlið demókratanna.
Jæja ætla að ná að læra eitthvað aðeins áður en meðleigjandinn er búin í tíma og við höldum heim á leið.
Bið að heilsa ykkur í bili
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 14:24
Gleðilega Hátíð
Jæja gott fólk. Gleðileg jólin, vona að allir hafi haft það sem allra best yfir hátíðarnar.
Ég er búin að vera dauðþreytt yfir jólin og eiginlega í hálfgerðum trans finnst mér. Kom heim af næturvakt í gærmorgun og get eiginlega sagt að ég hafi sofið allan sólahringinn. Fór að sofa um níuleytið. Vaknaði aðeins um hálf fjögur og fékk mér að borða. Sofnaði svo aftur og rétt vaknaði í um hálftíma til að borða kvöldmat. Svo man ég bara ekki mikið meira fyrr en um sex leytið í morgun. Enda finnst mér ég núna vera bara alveg endurnærð, veitti ekkert af þessu.
Hafði það ósköp gott um jólin þrátt fyrir þessa þreytu. Var að vinna alla Þorláksmessu og aðfangadagsmorgun. Eftir að heim var komið leið tíminn ósköp hratt og allt í einu var klukkan orðin sex. Við vorum sjö hér í mat hjá mömmu og pabba. Við fimm og amma og Konni. Sátum á spjallinu til að verða 11 og svo var bara skriðið fljótt í rúmið. Ég fékk fimm bækur í jólagjöf og því nóg að gera í lestrinum. Þær voru: Viltu vinna miljarð, Nornin í Portobello, Um langan veg, Dauðrabýlið og eina á spænsku, man ekki hvað hún heitir í augnablikinu.
Jóladagur fór í afslappelsi og lestur mesta hluta dagsins og svo fórum við í jólaboð til Guðrúnar systir pabba. Mjög gaman að hitta ættingjana, borða góðan mat og spjalla saman.
Fór í vinnuna að morgni annars í jólum. Var ekki mikið að gerast af því að hótelið var tómt á aðfangadag og jóladag. Við sátum því og hálf létum okkur leiðast mest allan morguninn. Las bara og drakk malt og appelsín :), elska vinnuna mína. Mér finnst eiginlega miklu skemmtilegra þegar það er mikið að gera, en auðvitað er þetta normalt á þessum árstíma. Lagði mig í smástund þegar ég kom heim og svo var skundað af stað í annað jólaboð og meiri mat :P. Í þetta sinn var farið á Akranesið til Nílsa bróðir mömmu. Gaman að hitta frændfólk sem ég hafði ekki hitt í tíu ár. Mætti svo aftur í vinnuna á miðnætti og var að vinna til átta næsta morgun. Missti svo algerlega af gærdeginum eins og áður sagði og veitti ekki af. Var æðislegt að sofa svona og vinna upp bæði lærdómstörnina og ferðaþreytuna.
Í dag fór ég og stússaðist niður á Icelandair vegna ferðarinnar. Mjög ánægð bara með hvernig málum lauk þar.
Segi þetta gott í bili. Vildi bara aðeins láta heyra í mér.
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007 | 19:11
Jæja komin til Íslands
Síðast þegar ég skrifaði hér var ég að bíða á Baltimore flugvelli eftir flugi til Íslands. Eftir að hafa beðið alla nóttina þá var okkur tilkynnt klukkan rúmlega 6 að vélin færi ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi klukkan átta um kvöldið og það væri alls ekki öruggt.
Ég missti mig aðeins við starfsmann Flugleiða þarna úti enda algerlega ósofin og pirruð með áhyggjur af því að missa kannski af Danmerkur ferðinni. En ég jafnaði mig nú fljótt og róaði mig niður enda allir þarna í sömu sporum og starfsfólkið líka búið að vera vakandi alla nóttina rétt eins og við farþegarnir. Ég beið svo í þrjá tíma í viðbót (sem gerði allt í allt 19 tíma bið á vellinum) eftir að láta tékka á því hvort væri hægt að senda mig til Kaupmannahafnar með öðru flugfélagi. Það var svo ekki hægt og því ekkert að gera nema að finna sér hótelherbergi til að hvílast. Þegar við spurðumst fyrir um hvort flugfélagið hjálpaði til með hótelkostnað eða allavega matarkostnað var svarið bara "nei, þar sem þetta er seinkun vegna veðurs þá getum við ekkert gert fyrir ykkur". Jæja ég fann hótel herbergi rétt hjá flugvellinum og var sótt sérstaklega af einstaklega indælum manni sem keyrði mig á stað til að kaupa mér eitthvað að borða áður en við fórum á hótelið. Honum fannst það alveg ófært að ég færi að sofa án þess að hafa borðað fyrst, algert krútt.
Ég var orðin svo þreytt að ég var eiginlega ekki þreytt lengur (ef það meikar einhvern sense) en náði þó að dotta í um þrjá tíma. Ég hringdi svo út á flugvöll og spurðist fyrir um flugið og fékk að vita að það myndi pottþétt fara í loftið klukkan 7:45 en að stoppa þyrfti í Boston til að pikka upp farþega þar. Ok, ég þurfti að komast heim, var nú ekki ánægð með að stoppa í Boston þar sem bæði seinkaði það heimkomu un allavega einn og hálfan tíma og ég með áhyggjur af að komast í Danmerkur flugið. Það varð líka til þess að ekki vannst tími til að ná í farangur og koma honum í geymslu á flugvellinum og ég þurfti að hlaupa beint úr fluginu og í næsta flug. Kem því að hér að við fengum svo matarmiða þegar við komum á völlinn aftur um kvöldið og fría drykki í fluginu. Allt í einu annað hljóð heldur en þegar ég spurði um mat kvöldið áður.
Kaupmannahöfn var æðisleg þó ég væri dauðþreytt. Fór í tívolíið, á strikið og í siglingu. Flugum svo heim í gær og þá þurfti ég að borga 18.þúsund krónur íslenskar fyrir yfirvigt á farangri sem ég ætlaði aldrei að vera með í Köben. Finnst það frekar skítt að þurfa að standa í svona kostnaði útaf svona sem maður planar ekki og á enga sök á. Geri mér fyllilega grein fyrir að Icelandair stjórnar ekki veðrinu en mér finnst að það eigi að vera eitthvað hægt að gera fyrir kúnnana sína í svona aðstæðum. Skrifaði allavega e-mail á þá í dag og ætla að sjá hvað gerist. Ætla mér allavega ekki bara að borga þetta þegjandi og hljóðalaust.
Tók á móti okkur heldur betur rok og rigning í gær þegar við lentum. Get ekki ímyndað mér hvernig þetta var á föstudaginn helmingi verra. Er svo bara búin að vera að taka uppúr töskum, þvo og ná áttum í dag. Skrapp niður í vinnu og byrja að vinna bara strax á morgun. Mjög sátt við það.
Plönuð klipping í fyrramálið fyrir vinnu og matarboð eftir vinnu.
Læt heyra í mér aftur fljótlega
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)