26.5.2006 | 21:06
Svefnpurka!!!!!!
Það myndu nú ekki allir kalla það að sofa út, en ég svaf sko til ellefu í morgun. Hvenær gerðist það eiginlega síðast, man ekki.
Þar af leiðandi var ekki mikið gert áður en ég fór í vinnuna, en náði samt að þurrka af herberginu hjá mér. Betra en ekkert.
Það gerist alltaf eitthvað spennandi á hverjum degi hér í Washington. Tekið af mbl.is
Telja að hleypt hafi verið úr byssu í bílageymslu nærri þinghúsinu
Lögreglan í Washington leitar nú byssumanns en tvær konur hlupu út úr Rayburn-byggingunni við þinghúsið æpandi eftir að skothvellur heyrðist þar og sögðu að vopnaður maður væri þar innandyra. Talið er að hleypt hafi verið af byssu bílageymslu við bygginguna. Þingmenn fulltrúadeildar eru með skrifstofur í byggingunni.
Þingfundur stóð yfir hjá öldungadeildinni þegar atvikið varð. Engar fréttir hafa borist af slysum á fólki eða að einhver hafi særst. Enginn hefur heldur verið handtekinn. Búið er að girða af bygginguna og engum hleypt þar inn eða út. Sky fréttastöðin greindi frá þessu.
Ég hef eiginlega ekkert að segja, eða bíddu jú var ég ekki búin að lofa því að segja frá starfsviðtalinu sem ég er að fara í á þriðjudaginn.
Ég vona svo innilega að ég fái þetta starf, það yrði æðislegt. Þetta er í skólanum á skrifstofu sem heitir Orientation and Family Programs and Services. Þetta er staða á skrifstofunni hjá þeim og verður spennandi að sjá hvað gerist í því. I´ll keep you updated.
Er í vinnunni núna á bókasafninu, við vorum að horfa á Pride and Prejudice sem ég hef oft séð áður, þannig að ég notaði tímann og prjónaði helling í treflinum mínum. Einhvern daginn á mér eftir að takast að klára hann .
Jæja þetta voru nú bara smávegis fréttir handa þér Ásta mín!!!!!
Heyrumst
Over and out
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2006 | 22:44
Spreading the Word!!
Jæja hlaut að koma að því að ég gæti ekki þagað lengur. Ég er allavega komin með einn dyggan lesanda...... eða hún er búin að lofa mér því að vera dyggur lesandi og...... þá er eins gott að vera dugleg að blogga.
Ég svaf út í morgun, þurfti ekki að díla við snooze problemið þá. Vaknaði klukkan tíu. O.k ég veit að það er ekki beint að sofa út, en það er það fyrir mig sko, í alvöru. Ákvað svo að vera dugleg og tók til í næsta 1/4 af herberginu mínu, hehehe góðir hlutir gerast hægt gott fólk. Mér nefnilega varð það á að lesa stjörnuspána mína í gær og fannst hún vera hint til mín að ég ætti að taka til. Hún hljóðaði svo
Spænskt orðatiltæki segir: Guð kemur í heimsókn án þess að hringja bjöllunni. Hm. Reyndar er hann, eða hún, ekki sá eini. Kveiktu á ryksugunni, svo þú sért með allt til reiðu.
Ég fékk samt enga óvænta heimsókn í morgun, þannig að ég veit ekki hvað er mikið til í þessu. Fannst þetta bara skondið.
Það gerðist ekki beint neitt merkilegt í vinnunni. Við vorum með 6 krakka til að byrja með en svo var bara einn eftir klukkan hálf fimm. Ásdís hringdi og við kjöftuðum aðeins og svo hringdi ég í Möggu og hélt áfram að kjafta.
Svo kom ég heim og ........ guess what. Ég hélt áfram að kjafta og þá við dygga lesandann minn hana Ástu. Er í þessum töluðum orðum , nei ætli það verði ekki að vera í þessum skrifuðum orðum að bíða eftir að hún komi til baka. Vona að netið hafi ekki bilað eina ferðina enn.
Ungfrú hausverkur kveður að sinni
Ó já gleymdi reynda rað segja frá því að ég er kannski búin að fá vinnu í skólanum í sumar. Segi betur frá því seinna.
Over and out
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.5.2006 | 17:08
Letilíf !!
Já þvílík tilbreyting!
Klukkan er orðin eitt og ég er lítið búin að gera þennan morguninn nema sofa og hafa mig til. Það gerist ekki oft skal ég segja ykkur. Þoli samt ekki þegar ég er búin að ákveða að gera hitt og þetta og vera rosa dugleg og svo gerist ekki neitt. Spurning um sjálfsstjórn, hmmmmmm. Hvað haldið þið. Verð að fara að vinna eitthvað í þessum málum. Var samt rosa dugleg í gær. Eldaði og kjaftaði á netinu og svona. En fór svo og kláraði að prjóna sokkana handa brósa mínum. Þeir eru nú bara æðislega flottir þó ég segi sjálf frá.
Er að fara að vinna eftir klukkutíma, þykist svo ætla að vera rosalega dugleg að taka til í kvöld áður en CSI og Without a Trace byrja.
Bless í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2006 | 03:01
Byrjuð aftur að blogga
Já, ég ákvað að byrja aftur að blogga. Af hverju? Ég veit það bara eiginlega ekki. Er ekki einu sinni viss um að ég ætli að segja neinum frá þessari slóð. Verður bara fyrir mig til að fá útrás fyrir mínar tilfinningar og koma þeim niður á blað. Sjáum til hvað gerist.
Byrjaði daginn á að sofa svona líka svakalega yfir mig. Vaknaði þegar ég átti að vera mætt í vinnuna. Great!!!! Skil ekki hvað gengur á hjá mér stundum á morgnana. Það er eins og það sé einhver púki inní mér sem stjórnar því hvort ég ýti á snooze eða ekki og ég ræð engan vegin við hann stundum. Er einhver sem á við þetta vandamál að stríða?
Dagurinn leið síðan bara frekar hratt enda var ég í vinnunni til 6. Þurfti að tala við eina mömmuna þegar hún kom að sækja stelpuna því hún var búin að gera allt sem hún gat til að brjóta allar reglur í allan dag. Alltaf skemmtilegt að díla við svoleiðis.
Fór svo út að borða á einn af uppáhaldsstöðunum mínum í kvöld, Coastal Flats. Yummí salötin þar eru "To Die For".
Læt þetta duga í bili. Það er eins gott að ég vakni á réttum tíma. Skal takast að hafa tíma til að hella uppá kaffi. Það reddar öllu þegar maður er að byrja daginn.
Knús knús
Heyrumst síðar.
Krissan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)