Aðgerða, spítala og recovery fréttir

Sælar verið þið allar elskurnar mínar út um heiminn

 Ég er bara orðin eldhress núna, þó auðvitað vanti smá uppá kraftinn sem er ekkert skrýtið eftir svona aðgerðir.

 Byrjum kannski bara á byrjuninni.  Ég mætti semsagt uppá Borgarspítala klukkan hálf níu á miðvikudagsmorguninn 10.janúar á fastandi mallakút sem var líka soldið stór hnútur í á þeim tímapúnkti.  Kannski ekkert skrýtið, var búin að vera geggjað cool á því alveg þangað til ég labbaði inn á spítalann, "já hva, þeir eru bara að fara að taka úr mér hálfan skjaldkirtilinn, ekkert flóknara en það" sagði ég alltaf þegar ég var spurð útí þetta.     En þarna var komið soldið annað hljóð í skrokkinn.

Við mamma fórum uppá deild og þar háttaði ég mig niður í þessi líka glæsilegu spítalanáttföt, nærur, náttskyrtu og sokka.  Lovely. ................  Ég var búin að vera með svo svakalegar yfirlýsingar að þessu ætlaði ég nú ekki að vera í lengur en ég þyrfti sko, en það kom á daginn að eftir aðgerðina var mér nákvæmlega skítsama um allt svoleiðis.

Allavega, mamma sat hjá mér í einn og hálfan tíma sem var yndislegast því það hjálpaði svo mikið að láta tímann líða.   Svo lá ég eða sat og prjónaði eða las og fékk alveg þvílíka athygli út á það sem var bara cool.   Ein sem var að þrífa þarna sagði bara "jáhá það væru nú ekki allir sem prjónuðu bara á leiðinni í svona aðgerðir".  Nei, enda er ég ekki eins og allir hinir.   Jæja svo kom nú að því að ég var næst á skurðarborðið ógurlega.   Fékk eitthvað róandi lyf og verkjalyf,  sem ég varð alls ekkert eins þreytt af og ég var búin að ímynda mér.  Djókaði bara við hjúkkurnar sem voru að keyra mig á milli og var voða kammó bara.    Man svo að sæti svæfingarlæknirinn kom inn og var eitthvað að kjafta við mig,  man að það var vont þegar hann setti upp nál í æð.  Svo setti hann eitthverja súrefnisgrímu á mig og mín man ekkert meir fyrr en hún vaknar uppá vöknun/gjörgæslu.   Þá var mér bara flökurt og allt hálf ógeðslegt.  Mann ekkert ofboðslega mikið eftir mér þar annað en að vera óglatt og þurfa á klósettið sem ég mátti náttúrulega ekki.  Settist á eitthvað ógeðslegt bekken dæmi en náði þó allavega að pissa. 

Svo um hálf átta var mér loksins rúllað niðrá deild.  Mamma og pabbi og Ásta komu í heimsókn, en held að þau hafi ekki stoppað mjög lengi þar sem ég var svo sybbin. Þar á eftir var ég svona inn og út úr vakandi og sofandi steiti.   Varð óglatt, fékk lyf, ældi smá, svaf, vaknaði, svaf og vaknaði til skiptis alla nóttina.   Var svona þreytt stemmd þegar ég vaknaði "almennilega" um morguninn.  Þá komu læknar og hjúkurunarfólk og alls konar fólk í alls konar erindum.   Hitti Hannes skurðlækni og fékk að vita það að það hefði næstum ekkert komið í drenið mitt svo það yrði bara tekið út og ég send heim þennan dag.   Svenni frændi kom aðeins og kíkti á mig, drenið var tekið og það var mikið ááááiiiiiii þegar slangan var dregin út,  en ekki eins mikið áiii og átti eftir að koma nóttina þar á eftir og bíðið þið nú bara.

Ég spurði Kolbrúnu hjúkku hvenær ég fengi að fara heim og hún sagði mér að bara svona uppúr hádegi væri allt í kei.   Ég mætti vera til eitt og borða með þeim hádegismatinn eða fara kl 12.  Ég afþakkaði hádegismatinn pent með þeim orðum að það væri ekkert illa meint.  Hún hló bara að mér.  Mamma kom svo að sækja mig uppúr 12 og ég rétt svo meikaði það heim áður en ég slyttaðist aftur niðrí rúm.  Sá dagur er svona í móðu þar sem ég átti í mestu vandræðum að halda mér vakandi.   Var svona inn og út.   Svo kom nóttinn og úff hef nú bara sjaldan upplifað annað eins.   Ég vaknaði um hálf þrjú og svona líka óglatt.  Hringdi inní herbergi til mömmu (já við komum okkur upp svona símakerfi innan íbúðarinnar þar sem ég gat ekki kallað) og ældi stuttu eftir að hún kom inn til mín.  Svona voru næstu þrír tímarnir,  vaka, æla, pása, æla meira, pása, æla ennþá meira.  JI minn eini hvað þetta tók í skurðinn.  Pabbi greyið var sendur í stormi og einhverri snarvitlausri færð uppá spító að sækja ógleðistillandi.   ældi bara einu sinni eftir að ég tók það. 

Í gær náði ég að sofa helling, og um leið og ég fór að geta borðað fór heilsan að skána og er núna bara brilliant miðað við hvað var.

Jæja er orðin þreytt að skrifa enda komin heil ritgerð

Krissan kveður í bili

Knús


Fréttir frá Íslandi-II Hluti

Sælt veri fólkið. 

 Þetta er í þriðja skiptið sem ég byrja að skrifa bloggfærslu en í hin tvö skiptin hefur eitthvað komið uppá til að slíta mig í burtu.   Í dag til dæmis sofnaði ég með tölvuna í fanginu og svaf þangað til að tími var til kominn að fara að sækja múttuna mína í vinnuna.    Með afspyrnum afkastamikill dagur. 

Ég man ekki alveg hvaða dag ég var komin á í síðustu færslu enda nenni ég engan veginn að fara að segja frá hverjum degi fyrir sig þegar það er svona langt um liðið.   Það verður því bara stiklað á stóru. 

Jólin voru yndisleg og það langbesta af öllu var að fá að hafa ömmu hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld.   Hún var búin að vera svo ofboðslega mikið lasin og liggja á gjörgæslu í fjórar vikur minnir mig, svo þetta var heldur betur stórt stökk að fá að fara í smá leyfi af spítalanum.  Henni fannst þetta svo gaman að hún kom bara aftur á jóladag í boðið hjá Sissý frænku í Njörvasundinu.   Vorum svo á annan í jólum hjá Betu frænku útá nesi.   Það var mikið borðað og talað þessa jóladaga enda var maður kominn með matinn liggur við uppí háls þarna í lokinn.   Svo voru nokkrir dagar í hvíld fyrir magann áður en áramótin gengu í garð.   Það voru 22 manns hérna í Dúfnahólunum þegar mest var og fögnuðum við áramótunum saman.  Síðastu gestir yfirgáfu samkvæmið um hálf þrjú og eftir það ákváðum við systa mín að vera bara latar og horfa á video.    Réttara sagt þá horfði ég á myndina meðan hún svaf og fylgdi henni síðan inní rúm (hún man ekkert eftir því).   Læt hérna fylgja með mynd af okkur systrum sem var tekin á aðfangadagskvöldið

Jólafrí á Íslandi 2006 071

Ætla að segja þetta gott í bili þó ég gæti skrifað heila ritgerð.   Skrifa kannski meira í næstu viku þegar ég verð heima að jafna mig eftir aðgerðina sem verður gerð næsta miðvikudag.

Bið að heilsa ykkur í bili

Krissan


Fréttir frá Íslandi!!

 Þá er mín búin að vera viku á Íslandi og margt og mikið búið að gerast.    Það er kannski spurning með að byrja bara á byrjuninni. 

19.desember-Þriðjudagur

Ég lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 7að morgni.  Var alveg eldsnögg í gegnum tollinn því ég sat eiginlega fremst í vélinni, ferlega þægilegt.   Það voru allir að taka á móti mér eða semsagt þeir sem eru á landinu, mamma, pabbi og Ásta.  Það var æðislegt að sjá þau og við Ásta töluðum svona eiginlega nonstop í bílnum á leiðinni heim.  Greyið mamma og pabbi komust varla að. 

Það þurftu svo allir að þjóta í vinnu nema greyið Ásta sem var að læra fyrir próf.  Ég kom náttúrulega alveg á rétta deginum eða þannig, það var alveg kvöl og pína að hún þyrfti að læra og við gætum ekki talað saman.   Náði að sofna í kannski einn og hálfan tíma og var bara hreinlega ekkert þreytt sem er mjög óvenjulegt þegar ég er að lenda á Íslandi.   Var ógó dugleg og fór á hlaupabrettið þegar ég vaknaði.   Átti svo tíma hjá skurðlækninum eftir hádegi.   Ég semsagt fer í skjaldkirtilsaðgerðina 10.janúar þar sem æxlið mitt verður fjarlægt og hálfur kirtillinn.  Þetta er aðgerð sem á ekki að taka nema circa hálftíma og svo má ég sennilega fara heim daginn eftir ef allt gengur að óskum.   Þó það komi náttúrulega alltaf ósjálfrátt smá hnútur í magann yfir að vera að fara í eitthvað sem heitir aðgerð (held það sé bara orðið sem fríkar mann út) þá ætla ég nú ekki að vera að æsa mig of mikið yfir þessu fyrr en ég kannski bara mæti í innskriftina þann 9.janúar. 

Eftir að við hittum lækninn fórum við uppá spítala að heimsækja ömmu blessaða.  Ég var ekki alveg viss hvað ég átti von á eftir allt sem var búið að ganga á áður en ég kom heim, en mér til mikillar og gleðilegrar furðu var hún alveg ótrúlega hress miðað við aðstæður.   Það var ÆÐISLEGT að koma loksins og hitta hana.  Sissý frænka var líka hjá henni þegar við komum og gaman að hitta á hana líka.  

Síðan bara tjillaði ég hérna heima í einhvern tíma og fór svo að hitta stelpurnar á Sólon um kvöldið.  Halla og Siggi voru að koma heim frá Englandi en þeirra vél sem átti að lenda fjögur var seinkað um 3 tíma minnir mig, svo að hún greyið kom eiginlega bara beint af flugvellinum og á Sólon.   Það var æðislega gaman, bara sátum og kjöftuðum heillengi. 

 20.desember

Ég verð nú að viðurkenna það að ég man ekki mikið frá fyrriparti dagsins.   Svona er gullfiskaminnið alveg að fara með mann.  Jú bíddu gott ef ég var ekki bara rétt vöknuð og búin að hafa mig til þegar ég þurfti að keyra mömmu í vinnuna klukkan tólf.  Svo átti að sækja pabba rétt fyrir eitt svo ég gæti keyrt hann á fund uppá spítala.  Allt þetta púsluspil og vesen var til þess að ég kæmist á bílnum í klippingu klukkan korter yfir tvö.   Alltaf stuð að vera 3 manneskjur á einum bíl.   En allt saman gekk þetta nú upp.    Ég man ekki betur en að ég hafi bara farið heim eftir klippinguna.   Svo komu gestir til okkar um kvöldið.  Egill og Inga Birna eru líka heima um jólin frá Danmörku og kíktu við ásamt Diddu, Nonna, Betu og Danna Reynis.   Svaka fjör og mikið hlegið sérstaklega af gömlum gleraugum sem pabbi gróf upp alveg hreint í svona líka svakalegum stíl að það er ekki fyndið.  Leyfi hér einni mynd að fylgja með til að leyfa ykkur að hlæja aðeins af Agli frænda með gleraugun frægu. 

Jólafrí á Íslandi 2006 020

 

Hugsa að ég haldi áfram að skrifa síðar.    Bið bara að heilsa í bili

Krissan

 

 


Jólin, jólin, jólin koma brátt :)

Sælt veri fólkið

 Reyndar er örugglega enginn sem les þetta því ég ákvað að setja lykilorð á bloggið og gefa það aðeins útvöldum.

Það er loksins farið að örla á jólaskapi hér á bæ, enda önnin á enda og næstum tími til að setjast uppí flugvél á leið til Íslands.   Lendi á þriðjudagsmorguninn og er orðin frekar spennt.  Það er búið að vera nóg í gangi það vantar ekki.   Var að vinna síðasta vinnudaginn minn í dag.

Það eru góðar fréttir af elsku ömmu minni, hún er komin af gjörgæslunni sem er STÓRT skref uppá við þó enn séu fullt af skrefum eftir.   Þó ég hlakki til að hitta alla, hlakka ég eiginlega mest til að hitta hana ömmu mína :)

Það gerðist annað gott í dag, sem eiginlega bara bjargaði jólunum, en ég ætla ekki að segja frá því hér. 

Hitti skurðlækninn á þriðjudaginn, verður spennandi að sjá hvenær aðgerðin verður gerð og hvernig þetta gengur allt saman fyrir sig.   Ég er svo skrýtin að ég hlakka eiginlega bara til að fara í aðgerðina og hvíla mig svo á eftir, því þá hef ég tíma til að prjóna.   Er komin með heilan lista yfir það sem fólki langar í.   Verður nóg að gera í þeirri deildinni

En jæja, ég vildi bara blogga smávegis og láta vita af mér.

Knús og kveðjur frá

Krissunni


Life Goes On!!!

Þessi þrjú orð eiga vel við allt klúðrið sem hefur gerst undanfarið á þessum enda veraldarinnar.  Þarf ekki nema 10 sekúndur til að lífið taki algjöra U-beygju.    Ætla ALLS EKKI að fara neitt nánar útí þá sálma enda búið að líða nógu illa yfir því. 

Hér á bæ er Krissan á fullu í ritgerðasmíðum og þarf að skila þremur stykkjum í næstu viku.  Svo er Íslandsferð eftir tvær vikur.  Jibbí jei, hlakka til.

Elsku amma mín er búin að vera svo lasin á spítala.   Hugsa mikið til hennar þessa dagana. 

Læt þetta gott heita í dag, er algjörlega andlaus.

 Krissan


Nýjir tímar - Ný Krissa

Sæl verið þið gott fólk

 Enn og aftur hefur orðið hressilegt hlé og margt gerst á þeim tíma.  Er ekki alveg tilbúin að ræða það allt saman en er að vinna í mínum málum.  Byrjuð aftur á byrjunarreit og ákveðnari en nokkurn tímann að nú gangi þetta allt saman upp og gangi vel hægt og bítandi.  Þeir sem þekkja til geta sennilega lesið út úr þessu hvað ég meina, en þið hin verðið því miður bara að vera forvitin enn sem komið er.  Glottandi

 Sit hér á þriðjudagskvöldi með smá rauðvín í glasi að hlusta á "you are my sister" með Anthony and the Johnsons eftir gott tjatt við systuna mína.  Alltaf svo gott að spjalla.  Eins og stóð á platta einum sem ég keypti og gaf Möggu minni "Friends are the best therapy".  Ætti að standa friends and family í mínu tilfelli.  Veit bara ekki hvar ég væri ef ég ætti ekki allt þetta æðislega fólk að sem gerir allt fyrir mig og reynir að hjálpa mér yfir hverja vitleysuna á fætur annarri.   Nú ætla ég líka að fara að hjálpa sjálfri mér með þeirra og annarra hjálp.   Vá hvað þetta meikar engann sense og því ætla ég að stoppa hér í bili. 

 Er að skrifa ritgerð fyrir spænsku um systuna mína, af nógu að taka þar.    Ætla að halda áfram í svona hálftíma og skríða svo í bælið.  Það er "vöknun" kl 6 á morgun,  þvottamorgunn, svo til Ásdísar í heimsókn að hitta litla Kristófer í fyrsta sinn.  Hlakka til. 

Svo er tími hjá skjaldkirtilsdoksa eftir hádegi.  Kvíðir fyrir en VEIT að það þýðir EKKERT.  Er bara að fara að tala við hana. 

 

Allavega, kem fljótlega með meira upplífgangi blogg. 

Jú bíddu eitt rosa upplífgandi, ALLAVEGA fyrir mig.  Ég vaknaði eldsnemma í morgun og dreif mig í sund.  Það er alveg rosalegur áfangi í sjálfu sér miðað hvernig ástandið er búið að vera.  Einn tveir og áfram gakk.  Hlæjandi

 Sendi öllum knús og býð góða nótt

Krissan


LANGT HL'E!!!!!!!!!

Jæja lesendur góðir.

 Þetta er nú búið að vera ansi hressilegt hlé hjá mér og margt gerst á þessum tíma.  Hef til dæmis komið til 5 landa, ferðast um í viku í húsbíl, farið á fótboltaleik, unnið, prjónað, veikst, farið til læknis, lesið bækur, farið í bíó og allt mögulegt milli himins og jarðar. 

 Nú fer heldur betur að styttast í það að ungfrúin setjist aftur á skólabekk.  Það er eiginlega bæði spennandi og scary tilhugsun í einum pakka.   Bækurnar byrjaðar að streyma inn með póstinum og töluvert mikið fleiri á leiðinni.  Held að þetta verði bara rosalega spennandi þegar upp verður staðið.

Ég verð að vinna hér á skrifstofunni fram í lok september og eftir það er ekki alveg komið á hreint hvernig vinnumálum verður háttað en ég er að reyna mitt besta til að þurfa ekki að fara aftur í mötuneytið.  Þegar ég er búin að venjast svona skrifstofuvinnu þá finnst mér hún miklu skemmtilegri en hin vinnan.  Allavega víst að ég feta ekki í fótspor elskulegs bróður míns og legg fyrir mig matargerð og hótelstjórnun.   Sé mig frekar fyrir mér við skrifborð að svara í símann, vinna í hinum og þessum pappírum, já hver veit kannski bara við þýðingar.   En það er enn sem komið er seinnitíma vandamál.

Nú er enn og aftur komin helgi.  Elska föstudaga þó svo að mér finnist ofboðslega gaman í vinnunni, þá er tilhugsunin um að geta sofið lengur en til sjö afskaplega mikið til að gleðjast yfir í huga svefnpurkunnar miklu Ullandi.  Plönin fyrir helgina eru nú ekki alveg ákveðin þó svo að ég sé búin að ráðstafa nokkrum klukkutímum nú þegar. 

Er að fara á eftir að hitta Pilar, kunningjakonu mína úr spænskunni.  Höfum ekki hist þó nokkuð lengi svo það verður gaman að hittast og "catch up" eins og maður segir.  Eftir það er ætlunin að tékka á hvort Magga og fjölskylda séu heima og hvort ég geti kíkt aðeins þangað í heimsókn.  Hún hringdi í morgun að láta vita að þau væru komin af ströndinni.  Er ekki búin að hitta þau í heila viku sem er mjög óvenjulegt.   Í kvöld er svo bara planið að elda eitthvað lostæti og flatmaga svo bara undir sæng, prjóna og glápa á kassann. 

Morgundeginum allavega fyrripartinum á að verja í húsverk eins og þvotta og hreingerningar.  Enda orðið tímabært í sumum hlutum íbúðarinnar, hef til dæmis ekkert komist í stofuna síðan ég kom úr fríi.  En það stendur til bóta á morgun.  Eftirmiðdagurinn er óráðinn og aldrei að vita hverju konan gæti tekið uppá. 

Sunnudagsmorgninum verður að venju varið í kirkjunni og það er sko pottþétt á planinu að mæta á réttum tíma eftir klúður síðustu helgar Skömmustulegur, skammast mín soldið vel fyrir það.

Svo ætla ég að kíkja til Önnu Siggu í prjónaklúbb og sundlaugarferð eftir það.

Jæja þar hafið þið það, held ég sé hætt í bili.

Skrifa ferðasöguna (kannski) seinna.

Hafið það gott um helgina elskurnar 

Yfir og út.

Krissan


Alltaf í vinnunni

Sko, ég vissi að ég gæti ekki haldið þessu við til lengdar.  Það er búið að vera svo hryllilega mikið að gera hjá mér að ég hef varla haft tíma til að anda hvað þá annað.  Það er alltaf nóg um að vera í vinnunni og ég fíla það alveg í botn. 

Þessi vika er samt búin að vera algjör geðveiki.  Var nýnemakynning á mánudaginn og þá var ég að vinna 8am til 9pm.  Var sko búin á því þegar ég kom heim.   Svo var fullur dagur á þriðjudaginn.  Var komin heim um hálf sjö og var sko svo þreytt að ég snerist bara í hringi og gat ekki einu sinni búið til eitthvað að borða.  Ákvað að leggja mig í svona klukkutíma og athuga hvort ég hressist ekki.   Til að gera langa sögu stutta, þá svaf ég allt kvöldið og fram til morguns.  Missti af kvöldmat og öllu sem ég ætlaði að gera.  Ekki það að ég sé neitt að kvarta, þurfti greinilega á því að halda. 

Svo í gær var aftur bara venjulegur vinnudagur.  Ég var nú  samt á hlaupum allan daginn á hinum og þessum fundum.  Talaði aðeins við Ástu og svo hringdi Magga í mig og bauð mér í mat.  Var með áhyggjur af því að ég væri að borða bara drasl þegar væri svona mikið að gera.  Ég var sko ekki lengi að þiggja boðið og skemmti mér stórvel.  Gott að slappa af og  hef heldur ekki fengið svona góða máltíð lengi.  Kærar þakkir fyrir mig og kvöldið. 

 Svo var annar nýnemadagur og því geggjað að gera.  Var að vinna til klukkan hálf sjö í kvöld.  Fór svo og sótti sýklalyf í Wegmanns.  Mér tókst að skera mig á pappír og fá sýkingu í sárið.  Svaka dugleg alltaf. 

Ætli ég láti þetta ekki bara duga í bili.  Nú fer aldeilis að styttast í ferðina sem ég hlakka svo til að fara í.  Get bara ekki beðið.

 

Knús og kram í bili

Krissan farin

 


Fleiri lesendur

Jæja þá er ég hætt að geta þagað um síðuna, búin að láta fleiri vita af henni.  Sorry Ásta mín, þú ert ekki eini lesandinn minn lengur Ullandi.

Þetta er búin að vera ágætishelgi, nema í gær.  Var eitthvað slöpp og svaf svo að segja allan daginn.  Vaknaði eitthvað skrýtin, geðveikt flökurt. En dreif mig nú samt af stað.  Kom svo heim og lagðist uppí um eitt leytið.  Held að ég hafi sofnað um tvö og vaknaði ekki fyrr en klukkan sex.  Hélt þá bara áfram að vera löt og pantaði mér pizzu.  Var eiginlega fyrsta almennilega máltíðin þann daginn.  Las restina af kvöldinu bókina "Girl with a Pearl Earring", svakalega fín bók.  Leigði mér svo myndina og horfði á hana í dag. 

 Í dag var nóg í gangi.  Fór að venju í kirkjuna í morgun.  Þegar ég var búin þar fór ég og lagði bílnum heima hjá Möggu og Bigga og fór í labbitúr.  Labbaði útí CVS og keypti mér Claritin.  Fór allt í einu að spá í hvort það gæti verið ofnæmi sem er að hrjá mig.  Búin að vera svo svakalega þreytt undanfarið og með þurran ógeðslegan hósta sem er bara ekkert að lagast.  Svo ég talaði um þetta við mömmu og fór svo í apótekið og lýsti einkennunum fyrir þeim þar.  Var ráðlagt að taka Claritin.  Það svínvirkaði svona líka vel og mér leið betur strax klukkutíma eftir að taka það.  Skellti mér á Santinis og fékk mér samloku og labbaði svo langan hring eftir það.   Skrapp aðeins í Michaels að skoða og svo heim.  Blundaði í rúman klukkutíma og skellti mér svo út með Manuelu.  Löbbuðum frá mér og út í Clarendon.  Settumst á stað sem heitir Cosí og fengum okkur samlokur.  Löbbuðum svo til baka og skelltum okkur á Starbucks.   Svo er ég bara búin að vera að horfa á sjonvarpið og kjafta í símann í kvöld.  Held að ég hafi fengið símtöl frá samtals 11 manns í dag.  Gaman að því, mér finnst nú ekki leiðinlegt að kjafta í símann.

Jæja ætla að segja þetta gott í bili.  Þarf að vakna og fara í sprautu í fyrramálið og ætla svo að kíkja í heimsókn til Möggu.

Krissa

Out


Hætt að vinna!!!

Í gær var síðasti vinnudagurinn í bili í skólanum.  Frekar leiðinlegt að þurfa að hætta en svona er bara lífið.  Ég er að vona að ég geti byrjað þar aftur næsta vor þegar ég er búin að taka nokkrar einingar í skólanum. 

Vil byrja á því að óska elsku mömmu minni til hamingju með daginn.   1.júní er nú reyndar löngu búinn á Íslandi, en ég var búin að óska henni til hamingju í símanum fyrr í dag.  Ætlum svo að halda uppá afmælin sennilega saman hjá henni, pabba og brósa þegar við verðum úti í sumar.  Hlakka ekkert lítið til að fara út.  Hef ekki hitt elsku systur mína síðan um jólin 2004.  Það er ALLTOF langt síðan. 

Verð að segja frá svolitlu fyndnu sem gerðist í gærkvöldi. Ég sat við eldhúsborðið hérna heima hjá mér og var að vinna á tölvunni þegar mér verður litið undir borðið.  ÉG GET SKO SVARIÐ ÞAÐ AÐ ÉG SÁ......................................

Langt kvikindi með fullt af löppum, já takk fyrir.  Og þar sem mér er ekkert rosalega vel við svona pöddur, hvað þá heldur að þurfa að veiða þær, þá fór litla hjartað mitt á frekar fulla ferð við þessa sjón.  Ég stend upp voða rólega, læðist að kvikindinu og ætlaði að pota í það til að sjá hvort það hreyfðist.     Ég brjálaðist úr hlátri þegar ég uppgötvaði hvað þetta var.  Var sko engin padda og þess þá heldur lifandi.  HAHAHHAAHHAHAHAHAHAHA, þetta var

 

 

TEYJA (held að það sé skrifað svona).  Já ég var að fríkka út yfir einni lítilli teyju sem kettirnir leika sér með.  Hlæjandi.  SNILLI. 

Var nóg að gera í dag þó að þetta væri fyrsti dagurinn sem ég var ekki að vinna.  Vaknaði klukkan átta, hitaði mér te og tók því rólega í smástund.  Tók svo kommóðuna og skápinn minn í gegn og fann hluti til að gefa á garðsöluna uppí kirkju.   Þvoði 3 þvottavélar og bara svona stúss hér og þar.  Dreif mig svo út uppúr hálf tvö og brunaði uppí kirkju að skila af mér dótinu.  Ekkert smávegis mikið af dóti komið inn nú þegar.   Fór svo í Target og Walmart að leita að DVD spilara, en fann ekki neitt sem passaði mér.   Brenndi svo við hjá Möggu að tékka hvort einhver væri heima.  Var búið að langa svo rosalega í eitthvað bakkelsi undanfarið svo ég ætlaði að biðja um uppskriftir hjá henni.  Var þar í næstum þrjá tíma.   Fór svo beint þaðan heim til Wendy og James að sjá húsið og fá svona rútínuna sem er á stelpunum á daginn.  Er að fara að passa þær í 7 daga fljótlega.  Fór svo í búð að versla í hafrakökurnar og jólakökuna.  Hnoðaði upp í hafrakökurnar til að hafa það tilbúið að baka í fyrramálið.  Við Ásta gerðum heiðarlega tilraun til að tala saman í kvöld, en netið hjá henni var ekki alveg besti vinur okkar.  Þannig að það verður bara að bíða betri tíma. 

Jæja

Krissa is out

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband