6.1.2007 | 02:56
Fréttir frá Íslandi-II Hluti
Sælt veri fólkið.
Þetta er í þriðja skiptið sem ég byrja að skrifa bloggfærslu en í hin tvö skiptin hefur eitthvað komið uppá til að slíta mig í burtu. Í dag til dæmis sofnaði ég með tölvuna í fanginu og svaf þangað til að tími var til kominn að fara að sækja múttuna mína í vinnuna. Með afspyrnum afkastamikill dagur.
Ég man ekki alveg hvaða dag ég var komin á í síðustu færslu enda nenni ég engan veginn að fara að segja frá hverjum degi fyrir sig þegar það er svona langt um liðið. Það verður því bara stiklað á stóru.
Jólin voru yndisleg og það langbesta af öllu var að fá að hafa ömmu hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld. Hún var búin að vera svo ofboðslega mikið lasin og liggja á gjörgæslu í fjórar vikur minnir mig, svo þetta var heldur betur stórt stökk að fá að fara í smá leyfi af spítalanum. Henni fannst þetta svo gaman að hún kom bara aftur á jóladag í boðið hjá Sissý frænku í Njörvasundinu. Vorum svo á annan í jólum hjá Betu frænku útá nesi. Það var mikið borðað og talað þessa jóladaga enda var maður kominn með matinn liggur við uppí háls þarna í lokinn. Svo voru nokkrir dagar í hvíld fyrir magann áður en áramótin gengu í garð. Það voru 22 manns hérna í Dúfnahólunum þegar mest var og fögnuðum við áramótunum saman. Síðastu gestir yfirgáfu samkvæmið um hálf þrjú og eftir það ákváðum við systa mín að vera bara latar og horfa á video. Réttara sagt þá horfði ég á myndina meðan hún svaf og fylgdi henni síðan inní rúm (hún man ekkert eftir því). Læt hérna fylgja með mynd af okkur systrum sem var tekin á aðfangadagskvöldið
Ætla að segja þetta gott í bili þó ég gæti skrifað heila ritgerð. Skrifa kannski meira í næstu viku þegar ég verð heima að jafna mig eftir aðgerðina sem verður gerð næsta miðvikudag.
Bið að heilsa ykkur í bili
Krissan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.