Fréttir frá Íslandi!!

 Þá er mín búin að vera viku á Íslandi og margt og mikið búið að gerast.    Það er kannski spurning með að byrja bara á byrjuninni. 

19.desember-Þriðjudagur

Ég lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 7að morgni.  Var alveg eldsnögg í gegnum tollinn því ég sat eiginlega fremst í vélinni, ferlega þægilegt.   Það voru allir að taka á móti mér eða semsagt þeir sem eru á landinu, mamma, pabbi og Ásta.  Það var æðislegt að sjá þau og við Ásta töluðum svona eiginlega nonstop í bílnum á leiðinni heim.  Greyið mamma og pabbi komust varla að. 

Það þurftu svo allir að þjóta í vinnu nema greyið Ásta sem var að læra fyrir próf.  Ég kom náttúrulega alveg á rétta deginum eða þannig, það var alveg kvöl og pína að hún þyrfti að læra og við gætum ekki talað saman.   Náði að sofna í kannski einn og hálfan tíma og var bara hreinlega ekkert þreytt sem er mjög óvenjulegt þegar ég er að lenda á Íslandi.   Var ógó dugleg og fór á hlaupabrettið þegar ég vaknaði.   Átti svo tíma hjá skurðlækninum eftir hádegi.   Ég semsagt fer í skjaldkirtilsaðgerðina 10.janúar þar sem æxlið mitt verður fjarlægt og hálfur kirtillinn.  Þetta er aðgerð sem á ekki að taka nema circa hálftíma og svo má ég sennilega fara heim daginn eftir ef allt gengur að óskum.   Þó það komi náttúrulega alltaf ósjálfrátt smá hnútur í magann yfir að vera að fara í eitthvað sem heitir aðgerð (held það sé bara orðið sem fríkar mann út) þá ætla ég nú ekki að vera að æsa mig of mikið yfir þessu fyrr en ég kannski bara mæti í innskriftina þann 9.janúar. 

Eftir að við hittum lækninn fórum við uppá spítala að heimsækja ömmu blessaða.  Ég var ekki alveg viss hvað ég átti von á eftir allt sem var búið að ganga á áður en ég kom heim, en mér til mikillar og gleðilegrar furðu var hún alveg ótrúlega hress miðað við aðstæður.   Það var ÆÐISLEGT að koma loksins og hitta hana.  Sissý frænka var líka hjá henni þegar við komum og gaman að hitta á hana líka.  

Síðan bara tjillaði ég hérna heima í einhvern tíma og fór svo að hitta stelpurnar á Sólon um kvöldið.  Halla og Siggi voru að koma heim frá Englandi en þeirra vél sem átti að lenda fjögur var seinkað um 3 tíma minnir mig, svo að hún greyið kom eiginlega bara beint af flugvellinum og á Sólon.   Það var æðislega gaman, bara sátum og kjöftuðum heillengi. 

 20.desember

Ég verð nú að viðurkenna það að ég man ekki mikið frá fyrriparti dagsins.   Svona er gullfiskaminnið alveg að fara með mann.  Jú bíddu gott ef ég var ekki bara rétt vöknuð og búin að hafa mig til þegar ég þurfti að keyra mömmu í vinnuna klukkan tólf.  Svo átti að sækja pabba rétt fyrir eitt svo ég gæti keyrt hann á fund uppá spítala.  Allt þetta púsluspil og vesen var til þess að ég kæmist á bílnum í klippingu klukkan korter yfir tvö.   Alltaf stuð að vera 3 manneskjur á einum bíl.   En allt saman gekk þetta nú upp.    Ég man ekki betur en að ég hafi bara farið heim eftir klippinguna.   Svo komu gestir til okkar um kvöldið.  Egill og Inga Birna eru líka heima um jólin frá Danmörku og kíktu við ásamt Diddu, Nonna, Betu og Danna Reynis.   Svaka fjör og mikið hlegið sérstaklega af gömlum gleraugum sem pabbi gróf upp alveg hreint í svona líka svakalegum stíl að það er ekki fyndið.  Leyfi hér einni mynd að fylgja með til að leyfa ykkur að hlæja aðeins af Agli frænda með gleraugun frægu. 

Jólafrí á Íslandi 2006 020

 

Hugsa að ég haldi áfram að skrifa síðar.    Bið bara að heilsa í bili

Krissan

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband