Jólin, jólin, jólin koma brátt :)

Sælt veri fólkið

 Reyndar er örugglega enginn sem les þetta því ég ákvað að setja lykilorð á bloggið og gefa það aðeins útvöldum.

Það er loksins farið að örla á jólaskapi hér á bæ, enda önnin á enda og næstum tími til að setjast uppí flugvél á leið til Íslands.   Lendi á þriðjudagsmorguninn og er orðin frekar spennt.  Það er búið að vera nóg í gangi það vantar ekki.   Var að vinna síðasta vinnudaginn minn í dag.

Það eru góðar fréttir af elsku ömmu minni, hún er komin af gjörgæslunni sem er STÓRT skref uppá við þó enn séu fullt af skrefum eftir.   Þó ég hlakki til að hitta alla, hlakka ég eiginlega mest til að hitta hana ömmu mína :)

Það gerðist annað gott í dag, sem eiginlega bara bjargaði jólunum, en ég ætla ekki að segja frá því hér. 

Hitti skurðlækninn á þriðjudaginn, verður spennandi að sjá hvenær aðgerðin verður gerð og hvernig þetta gengur allt saman fyrir sig.   Ég er svo skrýtin að ég hlakka eiginlega bara til að fara í aðgerðina og hvíla mig svo á eftir, því þá hef ég tíma til að prjóna.   Er komin með heilan lista yfir það sem fólki langar í.   Verður nóg að gera í þeirri deildinni

En jæja, ég vildi bara blogga smávegis og láta vita af mér.

Knús og kveðjur frá

Krissunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott blogg hafðu það gott á Íslandi kv Fanney

Fanney Jólastelpa (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband