Föstudagskvöld

Það er orðið svo langt síðan ég hef skrifað blogg að ég efast um að það sé nokkur maður að kíkja hingað lengur.  Tíminn alveg þýtur áfram og í dag eru tæpir tveir mánuðir í flutning aftur til Íslands.  Verð að segja það að ég er farin að hlakka bara til þó það verði alls ekki auðvelt að fara héðan og kveðja allt yndislega fólkið sem ég þekki hérna.  Conflicting emotions.   Get 100 % sagt það þó að ég tel dagana þangað til ég er búin í skólanum, búin að fá alveg meira en nóg af námi í bili.  Ritgerðin gengur mjög vel og er komin alveg á lokasprettinn enda ekki seinna vænna því skil eru eftir rúma viku þann 14.apríl.

Það er hefur margt gerst síðan ég bloggaði síðast.  Fór í ferðalag til Pittsburgh sem endaði (well reyndar byrjaði) með miklu drama svo ekki sé meira sagt.   Þrátt fyrir það allt naut ég þess bara vel að skoða borgina og borða góðan mat í nokkra daga.  Því miður munu vinkonur mínar tvær sem ég var með þar aldrei tala saman aftur en það er önnur saga sem á ekki heima á blogginu.  Þegar ég kom til baka passaði ég hund í viku í risastóru og flottu húsi með sundlaug og heitum potti útí garði, stuð.   Lenti í veseni með bíldrusluna mína.  Hann er búinn að endast mér síðan 2004 þessi elska og þó ég viti vel að hann sé orðinn hundgamall (95 módel) þá mátti hann alveg bíða í tvo mánuði í viðbót með að bila svona *dæs*, það er víst ekki á allt kosið (held maður segi það svona á íslensku). 

Fyrir utan svona það helsta þá hefur lífið að miklu leyti snúist um lærdóm svona eins og við er að búast bara þegar maður er að klára mastersnám.   Fór líka til skjaldkirtilslæknisins í morgun bara í routine tékk til að tékka á stöðunni.  Á ekki von á öðru en að allt sé í fínu lagi enda hefur mér liðið mjög vel.

Hugsa að ég láti þeta duga í bili og vona nú að ég verði aðeins duglegri að blogga svona allavega þangað til ég flyt heim.

Kveðja, Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kveðja til þín frá mér.María

María Anna P Kristjánsdóttir, 10.4.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Takk fyrir kveðjuna.  Bið að heilsa

Kristveig Björnsdóttir, 10.4.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband