14.12.2007 | 04:42
9 tíma seinkun
Jæja góða kvöldið gott fólk
Ég sit hér á Baltimore flugvellinum og er að bíða eftir flugi til Íslands. Með réttu hefðum við átt að vera búin að vera á flugi í um þrjá tíma þegar þetta er skrifað. Það er hins vegar níu tíma seinkun á fluginu svo við förum ekki í loftið fyrr en eftir 6 klukkutíma eða fimm í fyrramálið að bandarískum tíma. Það er víst svona líka svakalegt veður heima, úff. Ég náttúrulega hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég var komin hér á flugvöllinn og hefði verið of dýrt að fara heim aftur því ég hefði þurft að taka shuttle fram og til baka (bý um einn og hálfan tima frá flugvellinum).
Um tíma var ég að reyna að gera upp við mig hvort ég ætlaði á hótel en ákvað svo að hanga bara hérna með öllum hinum í sama flugi og reyna að meika það í gegnum nóttina. Icelandair borgar ekki fyrir hótel gisting þar sem þetta er veðurtengt en ekki einhver bilun í vélinni Er núna búin að vera í næstum átta tíma hér á vellinum og allavega fimm og hálfur eftir.
En jæja ætla að koma mér fyrir og fara að lesa.
Sjáumst á Íslandi hvenær sem ég kemst nú þangað
Krissan
Athugasemdir
Það var verið að tilkynna okkur tveggja tíma seinkun í viðbót. Ekki skemmtilegt að hanga á flugvellinum í 15 tíma, en vill nú miklu frekar gera það og bíða veðrið af mér.
Kristveig Björnsdóttir, 14.12.2007 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.