Það er svona þegar maður planar langt fram í tímann

Það er nú ekki hægt að segja annað en að ég sé alger snillingur.    Þegar ég var heima á Íslandi í sumar þá pantaði ég ferðina mína heim til Íslands um jólin.  Ekki nóg með það heldur pantaði ég mér einnig helgarferð til Kaupmannahafnar til að hitta fjölskylduna mína á þeirra leið heim frá útskrift bróður míns í Sviss.   Þetta var allt útplanað, ég myndi fara héðan þann 13.des og lenda á Íslandi 14.des.  Svo pantaði ég mér eina nótt á flughótelinu í Keflavík svo ég gæti hvílst og snúið sólahringnum við og notið þess að vera í Köben.  Flugið til Köben átti að vera að morgni 15.des.   Ég pantaði þetta allt saman örugg með mitt og hef ekki litið á útprentunina úr tölvunni síðan í júní.  Núna áðan kíkti ég á þetta vegna þess að ég hringdi á hótelið í Köben til að biðja þá að setja inn eitt aukarúm fyrir mig.  Þá rek ég augun í það að ég á flug út til Köben þann 14. en ekki 15.  Þarf því að hringja í icelandair um leið og þeir opna í fyrramálið og fá þessu breytt.  Nú er bara að krossa putta og vona að sem fæstum detti í hug að fara að panta sér ferð til Köben á þessum degi þangað til á morgun að ég er búin að tryggja mér sæti.  Sá nefnilega áðan á netinu að það er enn laust.  *dæs*.  En ég er nú fegin samt að ég fattaði þetta núna.  Hefði ekki verið alveg nógu sniðugt að mæta á flugvöllinn til að tékka mig inn þann 15 og fatta þá að ég átti flugið daginn áður. 

Hér í Virginia eins og annarsstaðar í Bandaríkjunum var Thanksgiving eða "Turkey Day" eins og ég kalla hann á fimmtudaginn.  Ég var í mat hjá henni Helgu vinkonu sem reiddi fram kalkún á bara íslenskan máta með rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og sósu.  Yummí.

Í gær fórum við svo í smá verslunarleiðangur og ég var komin heim kannski uppúr fimm.   Var að læra til fjögur í morgun þar sem ég var í stuði og af hverju ekki þá að halda áfram. 

Tók mig til í morgun og bakaði gulrótarköku og skonsur.   Komst bara í svaka jólafíling á því.

Nú er ég sest aftur við tölvuna og ætla að sitja við í nokkra klukkutíma við ritgerðasmíðar. 

Kveð í bili

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Vona að þú hafir getað breytt þessu,ég man þegar þú varst að skipuleggja ferðina til baka.Það verður gaman að sjá þig í desember.Kveðja Maria

María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Kristveig Björnsdóttir

Úff já ég náði að breyta þessu í morgun.  Vaknaði klukkan 6 í morgun hér að mínum tíma til að geta hringt um leið og þeir opnuðu.  Það kostaði að vísu sitt að breyta þessu en ég er allavega með miða á réttum degi.  Ég hefði kannski átt að segja þeim að ég væri að vinna hjá Icelandair hótelunum.  Kannski ég hefði þá fengið afslátt

Verður gaman að sjá ykkur öll.  Hlakka til 

Kristveig Björnsdóttir, 26.11.2007 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband