24.11.2007 | 22:43
Það er svona þegar maður planar langt fram í tímann
Það er nú ekki hægt að segja annað en að ég sé alger snillingur. Þegar ég var heima á Íslandi í sumar þá pantaði ég ferðina mína heim til Íslands um jólin. Ekki nóg með það heldur pantaði ég mér einnig helgarferð til Kaupmannahafnar til að hitta fjölskylduna mína á þeirra leið heim frá útskrift bróður míns í Sviss. Þetta var allt útplanað, ég myndi fara héðan þann 13.des og lenda á Íslandi 14.des. Svo pantaði ég mér eina nótt á flughótelinu í Keflavík svo ég gæti hvílst og snúið sólahringnum við og notið þess að vera í Köben. Flugið til Köben átti að vera að morgni 15.des. Ég pantaði þetta allt saman örugg með mitt og hef ekki litið á útprentunina úr tölvunni síðan í júní. Núna áðan kíkti ég á þetta vegna þess að ég hringdi á hótelið í Köben til að biðja þá að setja inn eitt aukarúm fyrir mig. Þá rek ég augun í það að ég á flug út til Köben þann 14. en ekki 15. Þarf því að hringja í icelandair um leið og þeir opna í fyrramálið og fá þessu breytt. Nú er bara að krossa putta og vona að sem fæstum detti í hug að fara að panta sér ferð til Köben á þessum degi þangað til á morgun að ég er búin að tryggja mér sæti. Sá nefnilega áðan á netinu að það er enn laust. *dæs*. En ég er nú fegin samt að ég fattaði þetta núna. Hefði ekki verið alveg nógu sniðugt að mæta á flugvöllinn til að tékka mig inn þann 15 og fatta þá að ég átti flugið daginn áður.
Hér í Virginia eins og annarsstaðar í Bandaríkjunum var Thanksgiving eða "Turkey Day" eins og ég kalla hann á fimmtudaginn. Ég var í mat hjá henni Helgu vinkonu sem reiddi fram kalkún á bara íslenskan máta með rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og sósu. Yummí.
Í gær fórum við svo í smá verslunarleiðangur og ég var komin heim kannski uppúr fimm. Var að læra til fjögur í morgun þar sem ég var í stuði og af hverju ekki þá að halda áfram.
Tók mig til í morgun og bakaði gulrótarköku og skonsur. Komst bara í svaka jólafíling á því.
Nú er ég sest aftur við tölvuna og ætla að sitja við í nokkra klukkutíma við ritgerðasmíðar.
Kveð í bili
Krissan
Athugasemdir
Vona að þú hafir getað breytt þessu,ég man þegar þú varst að skipuleggja ferðina til baka.Það verður gaman að sjá þig í desember.Kveðja Maria
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:25
Úff já ég náði að breyta þessu í morgun. Vaknaði klukkan 6 í morgun hér að mínum tíma til að geta hringt um leið og þeir opnuðu. Það kostaði að vísu sitt að breyta þessu en ég er allavega með miða á réttum degi. Ég hefði kannski átt að segja þeim að ég væri að vinna hjá Icelandair hótelunum. Kannski ég hefði þá fengið afslátt .
Verður gaman að sjá ykkur öll. Hlakka til
Kristveig Björnsdóttir, 26.11.2007 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.