19.11.2007 | 02:27
Loksins að koma til
Jæja þá er maður loksins að hressast af þessum ósköpum. Ekkert grín að greinast með MRSA. Verð á sýkalyfjum fram á fimmtudag og þarf þá að fara aftur í tékk til doksa.
Var íslenskur basar hér í gær sem gekk alveg glimrandi vel. Var þar allan daginn að hjálpa til. Skrapp svo aðeins í partý um kvöldið en stoppaði ekki lengi. Var alveg búin á því þar sem þetta var eiginlega fyrsti dagurinn sem ég fór eitthvað að ráði útúr húsi eftir að ég veiktist.
Vildi bara skrifa smá, er á fullu að læra og ná mér upp aftur. Ekkert smá að missa úr fimm heila daga þar sem ég náði sama og ekkert að læra.
Þýðir ekkert að hugsa um það og nú er bara unnið í fimmta gír, eða allavega einhverjum mjög hraðvirkum . Trúi því bara ekki hvað er stutt til jóla.
Krissan kveður í bili.
Athugasemdir
Krissa mín,gott að þér líður betur en hvað er þetta MRSA,kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 19.11.2007 kl. 11:40
Sæl María. Mrsa er eitthvað sem þeir kalla staph sýkingu og getur lagst í blóðið og önnur líffæri ef ekkert er að gert. Það virka líka svo fá sýklalyf á hana sem gerir þetta erfitt að díla við. Það var undur drengur hér um daginn sem fór til læknis of seint um daginn og dó vegna þessarar sýkingar. Veit ekki hvernig í ósköpunum ég náði mér í þetta.
Kristveig Björnsdóttir, 19.11.2007 kl. 15:15
Ég vona bara Krissa mín að þú sért búin að ná þér.
María Anna P Kristjánsdóttir, 25.11.2007 kl. 20:22
Já ég er orðin eldhress og eins og ég á að mér að vera. Búin á sýklalyfjunum og er að fara til læknisins aftur á morgun til að fá að vita meira um hvort þetta sé ekki örugglega alveg farið.
Kristveig Björnsdóttir, 26.11.2007 kl. 01:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.