13.11.2007 | 00:02
Sýking
Jæja ekki er gott ástandið á mér í dag. Er búin að vera frekar slöpp núna í fjóra daga með kvef og hósta og svoleiðis venjulegan slappleika. En það sem öllu verra er að ég fékk sár á fótinn sem ekki gréri og fór að grafa svona líka skemmtilega í. Allt marið og blátt og stokkbólgið. Gat ekki lengur labbað í gær vegna verkja svo ég fór til læknis í dag sem kreysti þessi líka lifandis býsn af sambland greftri og blóði (afsakið lýsinguna) út úr fætinum á mér. Er með einhversskonar sýkingu og komin á sýklalyf og sterk verkjalyf. Sýni var sent í ræktun og ég fæ sennilega að vita seinna í vikunni hvers konar sýking þetta er nákvæmlega.
Ákvað því að "skrópa" í skólanum í kvöld og leyfa mér bara að vera lasarus. Ekki skemmtilegt að standa í svona þegar manni veitir ekkert af öllum tíma til að læra. en það er víst ekkert spurt að því.
Farin að leggja mig.
Krissan
Athugasemdir
Krissa mín,það er ekki gott að heyra þetta,en þú ferð vel með þig,því heilsan er fyrir öllu. Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 13.11.2007 kl. 15:37
Takk fyrir kveðjuna María. Ég er örlítið skárri í dag en maginn þolir víst ekki sýklalyfin svo ég hef verið að kasta upp ofan á allt saman. Þetta tekur bara smá tíma . Gaeti verið verra segir Pollýanna.
Kristveig Björnsdóttir, 14.11.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.