Í fréttum var þetta helst!!

Veit aldrei hvað ég á að skrifa í fyrirsögn þegar ég er að blogga. 

Það var æðislegt í Montreal þó að það hafi verið alltof stutt.   Ég flaug semsagt fyrst frá Washington Dullels til Philadelphiu þar sem ég þurfti að bíða í einn og hálfan tíma eftir næsta flugi til Montreal.   Þegar við vorum sest inní vél og allir tilbúnir í Washington þá segir flugfreyjan "Góðan daginn góðir farþegar og velkomin í þetta flug okkar í dag til Phoenix Arizona"   W00t  WHAT, allir í vélinni panikka náttúrulega því enginn er á leiðinni til Arizona.   Þá segir hún glottandi  "NOW THAT I HAVE YOUR ATTENTION, I would like to talk to you about security onboard",  hahahahaha algjör húmor og hún hafði svo sannarlega athygli allra.  Mér fannst þetta flug svona bara rétt reka nefið uppí loftið og svo niður aftur því allt í allt tók það hálftíma. 

 Jæja svo þegar ég lenti þurfti ég að taka rútu í hálftíma á aðallestarstöðina til að hitta Þórlaugu og Nick og við biðum svo þar eftir Ástu systir.   Hún kom svo skvísin og ekkert smá gaman að sjá hana.   Skelltum okkur beint á hótelið eða "bed and breakfast" að skila dótinu og svo út að borða.  Það var ekkert smá flott herbergið okkar fannst mér.   Hér kemur mynd (á ekki að vera allt í drasli annars þegar maður er að ferðast Errm) Trip to Montreal Sept 28 to 30 037

Fórum á einhvern stað að borða sem ég bara því miður man ekki hvað heitir en átti að vera svona authentic Montreal staður.  Hahahah vitið þið hvað Krissan fékk sér að borða.  Já LA wrap,  rosa authentic komin í fyrsta sinn til Canada.  hahahahah Shocking.   Fengum okkur nokkra drykki og bara rosa fjör.  Brandari kvöldsins var misheyrn þar sem spicy mayones varð að spicy males.   Töluðum ekki um annað en kryddaða karlmenn það sem eftir lifði helgarinnar. 

 Við systa fórum svo bara heim eftir kvöldmatinn enda hún dauðþreytt og klukkan orðin morgunn á hennar mælikvarða.    Sváfum rosa vel og vöknuðum kátar morguninn eftir.  Tókum okkur góðan tíma í að hafa okkur til en fórum svo loksins út á röltið.   Vorum svo bara eiginlega á röltinu allan daginn að taka myndir og skoða.   Fórum í gamla bæinn, bryggjuna, versluðum, skoðuðum Notre Dame kirkjuna og ýmislegt fleira.  Hér koma nokkrar myndir frá deginum. 

Trip to Montreal Sept 28 to 30 065Trip to Montreal Sept 28 to 30 068Trip to Montreal Sept 28 to 30 091Trip to Montreal Sept 28 to 30 072Trip to Montreal Sept 28 to 30 124Trip to Montreal Sept 28 to 30 133

 Ætla ekkert að vera að skrifa neitt nánar um hvern stað þar sem ég gæti endað með heila bók bara.   Þessi í neðri röðinni í miðjunni er tekin inn á kaffihúsi sem við fórum á og þetta eru sírópsflöskur sem Montrealar (segir maður það?) eru sérfræðingar í.  

 Kvöldið var svo tekið í skemmtileg heit og drykkju (nei við vorum ekki að drekka mjólk)

Læt hér fylgja eina mynd að lokum af mér og Ástu í hláturskrampa.   Ég get ekki sagt ykkur af hverju við vorum að hlæja en mikið rosalega var gaman hjá okkur. 

Trip to Montreal Sept 28 to 30 015

 

Læt þetta gott heita í bili og ætla að fara að koma mér í háttinn.

P.S það fer að verða mjög mikið að gera hjá mér í skólanum á næstunni.  Veit ekki hvenær ég næ að skrifa hér næst. 

 Kveðja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Skemmtilegar myndir,fín þessi flugfreyja hún hefur haft húmor.

María Anna P Kristjánsdóttir, 6.10.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband