21.9.2007 | 14:21
Montreal!!
Jæja þá.
Það er búið að vera frekar mikið að gera hér á bæ undanfarna viku og því lítill tími gefist til að blogga.
Samanber titilinn á færslunni er ég að skella mér til Montreal um næstu helgi. Þetta verður svaka keyrsla því ég kem ekki fyrr en um fimm leytið á föstudagskvöld þangað og fer aftur kl þrjú á sunnudag. Er búin að fá nokkrar ábendingar um hvað gæti verið markvert að skoða en á eftir að setjast niður og skoða málin betur og búa til plan. Systir mín og vinkona hennar voru búnar að plana ferð og ég bara ákvað að skella mér með. Gaman að svona spontaneous ákvörðunum.
Best að fara að koma sér aftur í stellingar við lesturinn. Er að lesa bók sem heitir Naufragios og segir sögu af Alvar Nunez Cabeza de Vaca sem lagði af stað í leiðangur 1526 eða 7 minnir mig til að uppgötva Florida. Hann týndist svo og bjó hjá Indjánum í meira en sjö ár, lærði að lifa þeirra lífi, tala þeirra tungumál og skilja þeirra menningu. Mjög áhugavert.
Ekki mjög skemmtileg færsla en svona er lífið þessa dagana
Góda helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.