10.9.2007 | 17:06
Neyðarlegt
Aumingja stelpan að þetta skuli vera fréttnæmt. Ég man eftir því einu sinni að ég læstist inná salerni í keilusal. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru gólfin á slíkum salernum ekki þau alla hreinustu. Sem betur fer þá var hurðin ekki alveg niður í gólf og ég gat skriðið undir gatið. Eins gott að ég var grennri í þá daga en ég er í dag. Við hlógum mikið að þessu þegar ég fór að segja keilufélögunum frá óförum mínum, en ég hefði ekki verið hrifin af því að þetta hefði komið í dagblöðunum. Alveg sama þó nafnið sé hvergi nefnt.
Annars í öðrum fréttum er allt gott að frétta héðan. Er búin að vera óttalega upptekin helgi og ég var svo eftir mig að ég svaf í næstum 12 tíma í nótt. Ætli ég sé að verða gömul?
Komst ekki út af salerninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hefði ég viljað lenda í þessu að lokast inni á wc hryllilegt.Í sambandi við aldurinn,ef við hugsum að við séum gömul,þá erum við gömul,þetta fer allt eftir okkur sjálfum. í Kvöld sagði mamma við mig,ég get ekkert farið að vera mikið með eldri borgurum þeir eru svo gamlir,eintómir gamlingjar,hún verður 80 ára eftir 20 daga,hún er eins og smá stelpa. Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 10.9.2007 kl. 23:38
María þetta er alveg rétt með aldurinn og reyndar bara allt annað, til dæmis ef maður segir að maður geti ekki eitthvað eða álíka þá er ekki líklegt að það takist.
Baldur. Jú ég verð að vera sammála því, hafði bara ekki hugsað útí það þannig.
Kristveig Björnsdóttir, 11.9.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.