La gramática

Ég er að verða ringluð í kollinum af að lesa þetta sem ég er að lesa núna.  Morphology, approachs to tense and mood, systematic meaning, absolutes, ortographic changes through time and blablabla....................,  held ég þurfi að lesa þetta yfir aftur nokkrum sinnum til að hafa þetta á hreinu. 

Sit hér í Wegmanns sem er matvörubúðin mín og reyni að láta þetta Síast inní kollinn á mér.  Skrapp i Target og Best buy í morgun að erindast en annars er ekki mikið nýtt að frétta.

Las frétt í morgunblaðinu í morgun um að hópur 8.bekkinga og kennara þeirra hefðu bjargað þýskum ferðamönnum frá drukknum skammt frá Þórsmörk.   Hlýtur að vera hryllileg tilfinning að vera innilokaður í bíl sem er að fyllast af vatni og geta enga björg sér veitt.  En maður spyr sig líka hversu vel fólk er yfirleitt undirbúið að ferðast um Ísland og geri sér grein fyrir hættunum sem leynast víða.  Annað dæmi eru Þjóðverjarnir sem leitað var að á Svínafellsjökli í þar síðustu viku.  Þeir voru staddir á mesta sprungusvæði jökulsins.   Það er hryllingur að hugsa til þess að þeir hafi hrunið ofan i þessar botnlausu sprungur og muni kannski aldrei finnast.   Og aumingjans fjölskyldurnar þeirra í Þýskalandi verða alltaf í efa um örlög þeirra.  Bara ekki hægt að ímynda sér hvernig er að ganga í gengum svoleiðis.   Auðvitað leynast hættur víða en þetta eru bara svona hlutir sem maður veltir fyrir sér.

 Ætlaði að vera svooo dugleg að vakna í morgun og drífa mig í sund ennnnnnn hvað gerðist?  Jú jú  mín slökkti á klukkunni.   Hvar getur maður náð sér í örlítið af sjálfsstjórn?  Svar óskast Tounge

Kvedja í bili frá hitanum í Ameríkunni

Krissa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband