4.9.2007 | 18:54
Byrja aftur að blogga
Jæja,
Það er spurning að fara að koma sér aftur í blogg gírinn. Er svona rétt að komast inn í rútínu aftur eftir dvölina á Íslandi í sumar. Var alveg frábært að vera heima og hlakka ég til að koma aftur.
Skólinn er byrjaður og búið að vera nóg að gera þessa viku. Skellti mér svo til New York og New Jersey um helgina til að taka þátt í Scandinavian Festival sem þar var haldið. Seldum þar lopapeysur og fleiri prjónavörur ásamt íslenskum pylsum og kleinum.
New York var upplifun I have to say, sérstaklega Chinatown. Náði að gera góð kaup þar á handtöskum sem úir og grúir af á hverju horni. Er verið að plana aðra ferð þarna uppeftir kannski í Nóvember til að versla jólagjafir.
Er búin að vera að lesa um Conquest of America og Ancient civilization í allan morgun og er núna að lesa um gramática og el lenguaje humano, spennó
Kveð í bili en læt aftur í mér heyra fljótlega.
Krissa
Athugasemdir
Sæl Krissa mín,gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga,gangi þér vel í skólanum.Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 5.9.2007 kl. 10:37
Sæl María. Gaman að heyra frá þér. Ég les alltaf hjá þér þó ég sé ekki alltaf jafndugleg að kvitta fyrir mig .
Kvedja og bid ad heilsa ollum í vinnunni
Krissa
Kristveig Björnsdóttir, 5.9.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.