LANGT HL'E!!!!!!!!!

Jæja lesendur góðir.

 Þetta er nú búið að vera ansi hressilegt hlé hjá mér og margt gerst á þessum tíma.  Hef til dæmis komið til 5 landa, ferðast um í viku í húsbíl, farið á fótboltaleik, unnið, prjónað, veikst, farið til læknis, lesið bækur, farið í bíó og allt mögulegt milli himins og jarðar. 

 Nú fer heldur betur að styttast í það að ungfrúin setjist aftur á skólabekk.  Það er eiginlega bæði spennandi og scary tilhugsun í einum pakka.   Bækurnar byrjaðar að streyma inn með póstinum og töluvert mikið fleiri á leiðinni.  Held að þetta verði bara rosalega spennandi þegar upp verður staðið.

Ég verð að vinna hér á skrifstofunni fram í lok september og eftir það er ekki alveg komið á hreint hvernig vinnumálum verður háttað en ég er að reyna mitt besta til að þurfa ekki að fara aftur í mötuneytið.  Þegar ég er búin að venjast svona skrifstofuvinnu þá finnst mér hún miklu skemmtilegri en hin vinnan.  Allavega víst að ég feta ekki í fótspor elskulegs bróður míns og legg fyrir mig matargerð og hótelstjórnun.   Sé mig frekar fyrir mér við skrifborð að svara í símann, vinna í hinum og þessum pappírum, já hver veit kannski bara við þýðingar.   En það er enn sem komið er seinnitíma vandamál.

Nú er enn og aftur komin helgi.  Elska föstudaga þó svo að mér finnist ofboðslega gaman í vinnunni, þá er tilhugsunin um að geta sofið lengur en til sjö afskaplega mikið til að gleðjast yfir í huga svefnpurkunnar miklu Ullandi.  Plönin fyrir helgina eru nú ekki alveg ákveðin þó svo að ég sé búin að ráðstafa nokkrum klukkutímum nú þegar. 

Er að fara á eftir að hitta Pilar, kunningjakonu mína úr spænskunni.  Höfum ekki hist þó nokkuð lengi svo það verður gaman að hittast og "catch up" eins og maður segir.  Eftir það er ætlunin að tékka á hvort Magga og fjölskylda séu heima og hvort ég geti kíkt aðeins þangað í heimsókn.  Hún hringdi í morgun að láta vita að þau væru komin af ströndinni.  Er ekki búin að hitta þau í heila viku sem er mjög óvenjulegt.   Í kvöld er svo bara planið að elda eitthvað lostæti og flatmaga svo bara undir sæng, prjóna og glápa á kassann. 

Morgundeginum allavega fyrripartinum á að verja í húsverk eins og þvotta og hreingerningar.  Enda orðið tímabært í sumum hlutum íbúðarinnar, hef til dæmis ekkert komist í stofuna síðan ég kom úr fríi.  En það stendur til bóta á morgun.  Eftirmiðdagurinn er óráðinn og aldrei að vita hverju konan gæti tekið uppá. 

Sunnudagsmorgninum verður að venju varið í kirkjunni og það er sko pottþétt á planinu að mæta á réttum tíma eftir klúður síðustu helgar Skömmustulegur, skammast mín soldið vel fyrir það.

Svo ætla ég að kíkja til Önnu Siggu í prjónaklúbb og sundlaugarferð eftir það.

Jæja þar hafið þið það, held ég sé hætt í bili.

Skrifa ferðasöguna (kannski) seinna.

Hafið það gott um helgina elskurnar 

Yfir og út.

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ beibs, gangi þér vel á morgun. Hugsa til þín..... farðu svo að skrifa hérna :)
besos y abrazos carino

Ásta (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband