Allt búið og komin til Íslands

Jæja það eru heil ósköp búin að ganga á hjá mér síðan ég skrifaði síðustu færslu. 

Var í stresskasti dauðans þá og tókst  nú að lokum að skila síðustu ritgerð alveg þetta líka ánægð með mig.  Strax og ég kláraði fórum við Amy að undirbúa partýið sem við vorum með laugardaginn 12.maí til að halda uppá útskriftina hennar.  Var að klára masterinn í Conflict Analysis and Resolution.  Kann ekki að skrifa það á íslensku. 

Fengum um 15 manns heim, vorum búnar að gera rosa fínt og kokka góðan mat.  Kvöldið var mjög skemmtilegt og allt tókst eftir uppskrift.    Vikan áður en ég flaug svo heim til Íslands flaug eitthvað útí bláinn, hvert? Hef ekki hugmynd.  Var á þeytingi hingað og þangað, vinna og redda svona síðustu smáatriðum fyrir brottforina.  Náði líka að slappa aðeins af, tjilla með Helgu og Ísak,  skreppa niður til nágranna okkar í drykk og með því.  Semsagt nóg að gera en bara gaman. 

Gaman segi ég, ja kannski fyrir utan það að einkunnirnar voru ekkert til að hrópa húrra fyrir.  Kröfurnar eru svo rosalegar hérna að maður má bara fá undir einkuninni átta í tveimur áföngum í öllu náminu.   Mér tókst að fá það í tveimur áföngum þessa önnina svo að nú verður aldeilis pressa á að standa sig og það vel í haust.   Er að íhuga að hætta bara að vinna, en við sjáum nú til með það.  Þarf allavega virkilega að endurskipuleggja mig. 

Búin að vera núna í fjóra daga hér á Íslandi og það er bara yndislegt.  Reyndar kvarta ég sáran yfir veðráttunni, það nær ekki nokkurri átt að það sé að snjóa hér í maí, meikar akkúrat engan sense.  

Var í vinnuviðtali í morgun á hótel Loftleiðum.  Byrja að vinna í fyrramálið klukkan hálf níu.  Hlakka alveg svakalega til.   Læt vita hvenrig það gekk síðar

Ciao ciao í bili

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband