7.5.2007 | 00:32
Kraftaverkin gerast enn!!!!
Já hvað haldið þið. Kella ákvað að prófa að blogga aftur.
Hvað er skemmtilegra þegar maður er í prófum heldur en að blogga og gera allt sem maður á ekki að vera að gera. Ég á núna eftir að skrifa tvær 12 blaðsíðna ritgerðir og taka eitt lokapróf á næstu 4 dögum. Hvað er það svosem á milli vina. Það verður bara að hlakka til þegar þetta er allt saman búið. Það er planað partý í íbúð 203 við 2001 N Daniel street næsta laugardagskvöld, verður svaka fjör. Svo ætlum við Helga að vera duglegar að hittast og æfa ásamt því að setjast niður og prjóna saman. Svo kemur bara að því að Krissan komi til Íslands og lendir hún þar að morgni 18.maí.
Það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan í febrúar. Til að stikla á stóru þá fór ég í 3 daga ferð í vorfríinu mínu að heimsækja Shirley og Molly í North Carolina. Það var æðislegt og gott að slappa af í góðum félagsskap.
Þegar heim var komið tók við vinna og skóli og meiri vinna og meiri skóli. Lífið snýst nú yfirleitt bara um það. Elskuleg tölvan mín tók uppá því að gefa upp öndina í mars og megi hún hvíla í friði. Nýja tölvan er æðisleg, mjög ánægði með hana.
Ég fór og hitti hana Susan skjaldkirtilssérfræðing líka í mars og hún setti mig á skjaldkirtilslyf þar sem ég var búin að vera mikið þreytt og gat bara sofið endalaust, hafði einnig þyngst frekar vel *hóst* og verið einhver depurð í mér. Þetta er allt partur af því að hafa vanvirkan skjaldkirtil og ég get bara ekki líst því hvað það er mikil breyting síðan.
Verð á Íslandi 18.maí til 15.ágúst. Fæ vonandi vinnu fljótlega, frekar erfitt þegar það er í lausu lofti, en ég hef nú samt engar áhyggjur af því.
Ætla að kveðja í bili og fara að gera eitthvað af viti hér í vinnunni, var að enda við að róa niður æstan kúnna sem skilur ekkert í því að starfsfólkið mitt þurfi að búa til saladið hans fyrir hann. Löng saga að segja frá.
Aldrei að vita nema þið sjáið aðra færslu frá mér á næstu dögum, svona þegar ég er dottin í gírinn aftur. Hugsa að ég stofni annað blogg til að skrifa á ensku í sumar svo að vinir mínir hér í ameríkunni og annarsstaðar geti fylgst með mér og lífinu á klakanum
Knús og kveðjur
Yfir og út.
Athugasemdir
hæhæ til hamingju með að byrja að blogga aftur. Vonandi hittumst við í sumar. Maður er farið að sakna ykkar systkina síðan þú fluttir út
Fanney (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.