Alltaf í vinnunni

Sko, ég vissi að ég gæti ekki haldið þessu við til lengdar.  Það er búið að vera svo hryllilega mikið að gera hjá mér að ég hef varla haft tíma til að anda hvað þá annað.  Það er alltaf nóg um að vera í vinnunni og ég fíla það alveg í botn. 

Þessi vika er samt búin að vera algjör geðveiki.  Var nýnemakynning á mánudaginn og þá var ég að vinna 8am til 9pm.  Var sko búin á því þegar ég kom heim.   Svo var fullur dagur á þriðjudaginn.  Var komin heim um hálf sjö og var sko svo þreytt að ég snerist bara í hringi og gat ekki einu sinni búið til eitthvað að borða.  Ákvað að leggja mig í svona klukkutíma og athuga hvort ég hressist ekki.   Til að gera langa sögu stutta, þá svaf ég allt kvöldið og fram til morguns.  Missti af kvöldmat og öllu sem ég ætlaði að gera.  Ekki það að ég sé neitt að kvarta, þurfti greinilega á því að halda. 

Svo í gær var aftur bara venjulegur vinnudagur.  Ég var nú  samt á hlaupum allan daginn á hinum og þessum fundum.  Talaði aðeins við Ástu og svo hringdi Magga í mig og bauð mér í mat.  Var með áhyggjur af því að ég væri að borða bara drasl þegar væri svona mikið að gera.  Ég var sko ekki lengi að þiggja boðið og skemmti mér stórvel.  Gott að slappa af og  hef heldur ekki fengið svona góða máltíð lengi.  Kærar þakkir fyrir mig og kvöldið. 

 Svo var annar nýnemadagur og því geggjað að gera.  Var að vinna til klukkan hálf sjö í kvöld.  Fór svo og sótti sýklalyf í Wegmanns.  Mér tókst að skera mig á pappír og fá sýkingu í sárið.  Svaka dugleg alltaf. 

Ætli ég láti þetta ekki bara duga í bili.  Nú fer aldeilis að styttast í ferðina sem ég hlakka svo til að fara í.  Get bara ekki beðið.

 

Knús og kram í bili

Krissan farin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband