5.6.2006 | 02:15
Fleiri lesendur
Jæja þá er ég hætt að geta þagað um síðuna, búin að láta fleiri vita af henni. Sorry Ásta mín, þú ert ekki eini lesandinn minn lengur .
Þetta er búin að vera ágætishelgi, nema í gær. Var eitthvað slöpp og svaf svo að segja allan daginn. Vaknaði eitthvað skrýtin, geðveikt flökurt. En dreif mig nú samt af stað. Kom svo heim og lagðist uppí um eitt leytið. Held að ég hafi sofnað um tvö og vaknaði ekki fyrr en klukkan sex. Hélt þá bara áfram að vera löt og pantaði mér pizzu. Var eiginlega fyrsta almennilega máltíðin þann daginn. Las restina af kvöldinu bókina "Girl with a Pearl Earring", svakalega fín bók. Leigði mér svo myndina og horfði á hana í dag.
Í dag var nóg í gangi. Fór að venju í kirkjuna í morgun. Þegar ég var búin þar fór ég og lagði bílnum heima hjá Möggu og Bigga og fór í labbitúr. Labbaði útí CVS og keypti mér Claritin. Fór allt í einu að spá í hvort það gæti verið ofnæmi sem er að hrjá mig. Búin að vera svo svakalega þreytt undanfarið og með þurran ógeðslegan hósta sem er bara ekkert að lagast. Svo ég talaði um þetta við mömmu og fór svo í apótekið og lýsti einkennunum fyrir þeim þar. Var ráðlagt að taka Claritin. Það svínvirkaði svona líka vel og mér leið betur strax klukkutíma eftir að taka það. Skellti mér á Santinis og fékk mér samloku og labbaði svo langan hring eftir það. Skrapp aðeins í Michaels að skoða og svo heim. Blundaði í rúman klukkutíma og skellti mér svo út með Manuelu. Löbbuðum frá mér og út í Clarendon. Settumst á stað sem heitir Cosí og fengum okkur samlokur. Löbbuðum svo til baka og skelltum okkur á Starbucks. Svo er ég bara búin að vera að horfa á sjonvarpið og kjafta í símann í kvöld. Held að ég hafi fengið símtöl frá samtals 11 manns í dag. Gaman að því, mér finnst nú ekki leiðinlegt að kjafta í símann.
Jæja ætla að segja þetta gott í bili. Þarf að vakna og fara í sprautu í fyrramálið og ætla svo að kíkja í heimsókn til Möggu.
Krissa
Out
Athugasemdir
Hey, hvernig er vinnan, ánægð með hana? Var að koma úr fyrsta prófinu og það gekk bara betur en ég átti von á, veit allavega að ég féll ekki. Fór lauslega yfir prófið með prófessornum mínum, hún virtist ánægð með þetta. En núna er ég dauð, því ég svaf bara í 2 tíma í nótt, zzzzzzzzzzzzzz
Hafðu það gott eskan mín, heyrumst þegar internetið leyfir.
besitos
l'Asta
Ásta (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.