Hætt að vinna!!!

Í gær var síðasti vinnudagurinn í bili í skólanum.  Frekar leiðinlegt að þurfa að hætta en svona er bara lífið.  Ég er að vona að ég geti byrjað þar aftur næsta vor þegar ég er búin að taka nokkrar einingar í skólanum. 

Vil byrja á því að óska elsku mömmu minni til hamingju með daginn.   1.júní er nú reyndar löngu búinn á Íslandi, en ég var búin að óska henni til hamingju í símanum fyrr í dag.  Ætlum svo að halda uppá afmælin sennilega saman hjá henni, pabba og brósa þegar við verðum úti í sumar.  Hlakka ekkert lítið til að fara út.  Hef ekki hitt elsku systur mína síðan um jólin 2004.  Það er ALLTOF langt síðan. 

Verð að segja frá svolitlu fyndnu sem gerðist í gærkvöldi. Ég sat við eldhúsborðið hérna heima hjá mér og var að vinna á tölvunni þegar mér verður litið undir borðið.  ÉG GET SKO SVARIÐ ÞAÐ AÐ ÉG SÁ......................................

Langt kvikindi með fullt af löppum, já takk fyrir.  Og þar sem mér er ekkert rosalega vel við svona pöddur, hvað þá heldur að þurfa að veiða þær, þá fór litla hjartað mitt á frekar fulla ferð við þessa sjón.  Ég stend upp voða rólega, læðist að kvikindinu og ætlaði að pota í það til að sjá hvort það hreyfðist.     Ég brjálaðist úr hlátri þegar ég uppgötvaði hvað þetta var.  Var sko engin padda og þess þá heldur lifandi.  HAHAHHAAHHAHAHAHAHAHA, þetta var

 

 

TEYJA (held að það sé skrifað svona).  Já ég var að fríkka út yfir einni lítilli teyju sem kettirnir leika sér með.  Hlæjandi.  SNILLI. 

Var nóg að gera í dag þó að þetta væri fyrsti dagurinn sem ég var ekki að vinna.  Vaknaði klukkan átta, hitaði mér te og tók því rólega í smástund.  Tók svo kommóðuna og skápinn minn í gegn og fann hluti til að gefa á garðsöluna uppí kirkju.   Þvoði 3 þvottavélar og bara svona stúss hér og þar.  Dreif mig svo út uppúr hálf tvö og brunaði uppí kirkju að skila af mér dótinu.  Ekkert smávegis mikið af dóti komið inn nú þegar.   Fór svo í Target og Walmart að leita að DVD spilara, en fann ekki neitt sem passaði mér.   Brenndi svo við hjá Möggu að tékka hvort einhver væri heima.  Var búið að langa svo rosalega í eitthvað bakkelsi undanfarið svo ég ætlaði að biðja um uppskriftir hjá henni.  Var þar í næstum þrjá tíma.   Fór svo beint þaðan heim til Wendy og James að sjá húsið og fá svona rútínuna sem er á stelpunum á daginn.  Er að fara að passa þær í 7 daga fljótlega.  Fór svo í búð að versla í hafrakökurnar og jólakökuna.  Hnoðaði upp í hafrakökurnar til að hafa það tilbúið að baka í fyrramálið.  Við Ásta gerðum heiðarlega tilraun til að tala saman í kvöld, en netið hjá henni var ekki alveg besti vinur okkar.  Þannig að það verður bara að bíða betri tíma. 

Jæja

Krissa is out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband