Spreading the Word!!

Jæja hlaut að koma að því að ég gæti ekki þagað lengur.  Ég er allavega komin með einn dyggan lesanda...... eða hún er búin að lofa mér því að vera dyggur lesandi og...... þá er eins gott að vera dugleg að blogga.

Ég svaf út í morgun, þurfti ekki að díla við snooze problemið þá.  Vaknaði klukkan tíu.  O.k ég veit að það er ekki beint að sofa út, en það er það fyrir mig sko, í alvöru.  Ákvað svo að vera dugleg og tók til í næsta 1/4 af herberginu mínu, hehehe góðir hlutir gerast hægt gott fólk.  Mér nefnilega varð það á að lesa stjörnuspána mína í gær og fannst hún vera hint til mín að ég ætti að taka til.  Hún hljóðaði svo

NAUT 20. apríl - 20. maí
Spænskt orðatiltæki segir: Guð kemur í heimsókn án þess að hringja bjöllunni. Hm. Reyndar er hann, eða hún, ekki sá eini. Kveiktu á ryksugunni, svo þú sért með allt til reiðu.

Ég fékk samt enga óvænta heimsókn í morgun, þannig að ég veit ekki hvað er mikið til í þessu.  Fannst þetta bara skondið.

Það gerðist ekki beint neitt merkilegt í vinnunni. Við vorum með 6 krakka til að byrja með en svo var bara einn eftir klukkan hálf fimm.  Ásdís hringdi og við kjöftuðum aðeins og svo hringdi ég í Möggu og hélt áfram að kjafta.

Svo kom ég heim og ........ guess what.  Ég hélt áfram að kjafta og þá við dygga lesandann minn hana Ástu.  Er í þessum töluðum orðum , nei ætli það verði ekki að vera í þessum skrifuðum orðum að bíða eftir að hún komi til baka.  Vona að netið hafi ekki bilað eina ferðina enn. 

 Ungfrú hausverkur kveður að sinni

Ó já gleymdi reynda rað segja frá því að ég er kannski búin að fá vinnu í skólanum í sumar.  Segi betur frá því seinna.

Over and out

Krissan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hola...
Heiður að fá að vera nefnd til nafns í blogginu þínu. Brosi allan hringinn. Svona eru systur æðislegar. Það er lag með Anthony & the Johnsons sem heitir You are my sister, hugsa alltaf til þín þegar ég heyri það. (væntanlega, þar sem þú ert eina systir mín) haha... allavega, haltu þín striki, kossar og knúsar.
Kveðja Ásta

Ásta (IP-tala skráð) 23.5.2006 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband