5.2.2007 | 17:11
Sko Vissi ég ekki!!!!
Datt alveg í hug að ég myndi hafa lítinn tíma til að blogga þegar ég kæmi aftur hingað út. Ótrúlegt hvað tíminn hefur flogið og að ég sé búin að vera heima (hitt heimað) í 2 vikur. Það er alltaf nóg að gera, því ef ég er ekki í vinnu eða skólanum þá er ég að læra, í yoga, keilu eða bara einhverju sem mér dettur í hug. Kemur voða sjaldan fyrir að ég setjist bara uppí sófa að gera ekki neitt.
Heilsan er öll að koma til og það eina sem ég gæti sagt að væri að hrjá mig enn sem afleiðing af aðgerðinni er að ég get ekki beitt röddinni neitt að ráði, svo lengi sem ég tala bara í sömu tónhæð þá er ég bara góð :P. Þýðir ekkert að verða reið eða fara að öskra á neinn :P dammmmmmmm
Það var vesen hérna hjá okkur Amy í síðustu viku með rafmagnið inn á klósetti. Allt í einu slokknaði bara ljósið. Hélt náttúrulega fyrst að þetta væri ljósaperan, en nei ekki var það nú svo einfalt. Það þurfti að fá rafmagns sérfræðing, rífa í sundur vegginn og allt mögulegt til að laga þetta. Veit ekkert hvað var að, en ég þarf allavega ekki lengur að fara í sturtu í myrkrinu með nokkur kertaljós til að gefa ljósglætu. Það var nú alveg smá rómó samt, en vantaði bara manninn með mér itl að fullkomna rómantíkina :P, hehehehe.
Jæja ætla að fara að halda áfram að skrifa ritgerðir og lesa, af nógu að taka í þeirri deildinni,
Krissan kveður þangað til næst, hvenær sem það nú verður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.