Aðgerða, spítala og recovery fréttir

Sælar verið þið allar elskurnar mínar út um heiminn

 Ég er bara orðin eldhress núna, þó auðvitað vanti smá uppá kraftinn sem er ekkert skrýtið eftir svona aðgerðir.

 Byrjum kannski bara á byrjuninni.  Ég mætti semsagt uppá Borgarspítala klukkan hálf níu á miðvikudagsmorguninn 10.janúar á fastandi mallakút sem var líka soldið stór hnútur í á þeim tímapúnkti.  Kannski ekkert skrýtið, var búin að vera geggjað cool á því alveg þangað til ég labbaði inn á spítalann, "já hva, þeir eru bara að fara að taka úr mér hálfan skjaldkirtilinn, ekkert flóknara en það" sagði ég alltaf þegar ég var spurð útí þetta.     En þarna var komið soldið annað hljóð í skrokkinn.

Við mamma fórum uppá deild og þar háttaði ég mig niður í þessi líka glæsilegu spítalanáttföt, nærur, náttskyrtu og sokka.  Lovely. ................  Ég var búin að vera með svo svakalegar yfirlýsingar að þessu ætlaði ég nú ekki að vera í lengur en ég þyrfti sko, en það kom á daginn að eftir aðgerðina var mér nákvæmlega skítsama um allt svoleiðis.

Allavega, mamma sat hjá mér í einn og hálfan tíma sem var yndislegast því það hjálpaði svo mikið að láta tímann líða.   Svo lá ég eða sat og prjónaði eða las og fékk alveg þvílíka athygli út á það sem var bara cool.   Ein sem var að þrífa þarna sagði bara "jáhá það væru nú ekki allir sem prjónuðu bara á leiðinni í svona aðgerðir".  Nei, enda er ég ekki eins og allir hinir.   Jæja svo kom nú að því að ég var næst á skurðarborðið ógurlega.   Fékk eitthvað róandi lyf og verkjalyf,  sem ég varð alls ekkert eins þreytt af og ég var búin að ímynda mér.  Djókaði bara við hjúkkurnar sem voru að keyra mig á milli og var voða kammó bara.    Man svo að sæti svæfingarlæknirinn kom inn og var eitthvað að kjafta við mig,  man að það var vont þegar hann setti upp nál í æð.  Svo setti hann eitthverja súrefnisgrímu á mig og mín man ekkert meir fyrr en hún vaknar uppá vöknun/gjörgæslu.   Þá var mér bara flökurt og allt hálf ógeðslegt.  Mann ekkert ofboðslega mikið eftir mér þar annað en að vera óglatt og þurfa á klósettið sem ég mátti náttúrulega ekki.  Settist á eitthvað ógeðslegt bekken dæmi en náði þó allavega að pissa. 

Svo um hálf átta var mér loksins rúllað niðrá deild.  Mamma og pabbi og Ásta komu í heimsókn, en held að þau hafi ekki stoppað mjög lengi þar sem ég var svo sybbin. Þar á eftir var ég svona inn og út úr vakandi og sofandi steiti.   Varð óglatt, fékk lyf, ældi smá, svaf, vaknaði, svaf og vaknaði til skiptis alla nóttina.   Var svona þreytt stemmd þegar ég vaknaði "almennilega" um morguninn.  Þá komu læknar og hjúkurunarfólk og alls konar fólk í alls konar erindum.   Hitti Hannes skurðlækni og fékk að vita það að það hefði næstum ekkert komið í drenið mitt svo það yrði bara tekið út og ég send heim þennan dag.   Svenni frændi kom aðeins og kíkti á mig, drenið var tekið og það var mikið ááááiiiiiii þegar slangan var dregin út,  en ekki eins mikið áiii og átti eftir að koma nóttina þar á eftir og bíðið þið nú bara.

Ég spurði Kolbrúnu hjúkku hvenær ég fengi að fara heim og hún sagði mér að bara svona uppúr hádegi væri allt í kei.   Ég mætti vera til eitt og borða með þeim hádegismatinn eða fara kl 12.  Ég afþakkaði hádegismatinn pent með þeim orðum að það væri ekkert illa meint.  Hún hló bara að mér.  Mamma kom svo að sækja mig uppúr 12 og ég rétt svo meikaði það heim áður en ég slyttaðist aftur niðrí rúm.  Sá dagur er svona í móðu þar sem ég átti í mestu vandræðum að halda mér vakandi.   Var svona inn og út.   Svo kom nóttinn og úff hef nú bara sjaldan upplifað annað eins.   Ég vaknaði um hálf þrjú og svona líka óglatt.  Hringdi inní herbergi til mömmu (já við komum okkur upp svona símakerfi innan íbúðarinnar þar sem ég gat ekki kallað) og ældi stuttu eftir að hún kom inn til mín.  Svona voru næstu þrír tímarnir,  vaka, æla, pása, æla meira, pása, æla ennþá meira.  JI minn eini hvað þetta tók í skurðinn.  Pabbi greyið var sendur í stormi og einhverri snarvitlausri færð uppá spító að sækja ógleðistillandi.   ældi bara einu sinni eftir að ég tók það. 

Í gær náði ég að sofa helling, og um leið og ég fór að geta borðað fór heilsan að skána og er núna bara brilliant miðað við hvað var.

Jæja er orðin þreytt að skrifa enda komin heil ritgerð

Krissan kveður í bili

Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband