Færsluflokkur: Bloggar
30.10.2007 | 05:34
Var að leggja lokahönd á þetta verkefnið
Langaði bara að sýna ykkur fullkláraða peysuna. Fegin að geta komið henni frá mér til að geta svo byrjað á næstu peysu sem ég er búin að selja.
En nú er klukkan orðin hálf tvo og ég þarf að vakna kl 7.
Býð því góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2007 | 21:14
Ævintýralegur sunnudagsmorgunn
Já það er óhætt að segja það að ég hafi lent í ævintýri í morgun. Vaknaði eins og venjulega til að hafa mig til að fara í kirkjuna. Fyrir þá sem ekki vita (hef ekki hugmynd um hverjir lesa þessa síðu) þá vinn ég í kirkju á sunnudagsmorgnum við að passa ungabörn og er búin að gera síðastliðin þrjú ár. Var svona heldur í seinni kantinum að koma mér útúr húsi en hugsaði með mér "æji þetta reddast, þar sem það er nú aldrei nein umferð svona snemma". Já annað átti nú eftir að koma í ljós á meðan ég dauðsá eftir því að hafa ekki lesið blaðið eða fylgst með fréttum. Það var nefnilega Marine Corps Maraþon í fullum gangi þegar ég keyrði niður götuna mína, fólk útí kanti að hrópa og kalla og kvetja.
Jæja þar af leiðandi voru götur lokaðar útum allt í hverfinu mínu og EIN leið fyrir mig til að komast í burtu, leið sem ég keyri ALDREI og þekki þar af leiðandi ekki. En bjartsýnismanneskjan ég hugsaði með mér "tja ég hlýt nú að komast út úr þessu einhvern vegin, sjáum bara til hvar ég lendi". Og ég keyri og keyri og keyri, þessi hraðbrautin og hin hraðbrautin vegna þess að hvar sem ég fer til að komast í exit sem ég kannast við þá er hann LOKAÐUR. Var nú smá farin að örvænta þegar voru liðnar 40 mínútur og ég kannaðist ekkert við mig, þess þá heldur vissi ég hvernig ég ætti að komast útúr þessum ógöngum. Hringi í kirkjuna og segist vera villt og ekki viss hvort ég komist bara nokkuð í dag. Allt í lagi með það segja þau, þannig að ég þurfti allavega ekki að hafa alltof miklar áhyggjur af því að enginn vissi af hverju ég væri ekki komin að vinna. En je dúdda mía. Einhvern vegin tókst mér að komast inn í Washington D.C og þá var sko komið í enn meira óefni því ég hef eiginlega aldrei keyrt í Washington, alltaf tekið metro þegar ég hef farið þangað og kunni því EKKI NEITT á göturnar þar. Stoppaði og spurði lögregluþjón hvernig ég kæmist á highway 66. Jú jú ekkert mál segir hann, ferð bara á L-street og heldur svo áfram þangað til þú kemur á 14.stræti og fylgir því þangað til þú sérð skilti fyrir 66. "jibbí, nú kemst ég útúr þessu". Guess again. Ég keyrði og keyrði á 14.stræti og fór nú ekki alveg að standa á sama þegar ég var komin í svona miður skemmtilega útlítandi hverfi að mér fannst og ekki bólaði á neinu I-66 skilti. Þannig að ég hringi í Amy (sem ég leigi með), hún fer á netið og leiðbeinir mér þannig út á hraðbraut en getið þið hvað. Jú mikið rétt LOKAÐ líka. Þegar hér er komið sögu er ég búin að vera að þessu rugli í 2 klukkutíma. Ákvað svo að lokum að reyna að komast í gegnum Georgetown og uppá Key Bridge til að komast heim, það hlyti nú að vera opið. En, LOKAÐ. Ta ákvað ég nú bara að nú vaeri nóg komið og lagði bílnum og labbaði heim til mín (sem tók um 45 mínútur). Lagði mig svo tegar heim var komið, laerdi adeins og arkaði svo aftur af stað í aðrar 45 mínútur til að saekja bílinn aftur tegar búið var að opna goturnar.
Þannig að hér sit ég klukkan fimm og nýkomin inn frá því ad saekja bílinn sem by the way kostaði 1000 krónur íslenskar að leysa út úr bílastaeðinu.
Aetla að fara að taka úr uppþvottavélinni og svo að laera.
Kveð í bili
Krissan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2007 | 21:46
JIffy Lube
Ég fór í gær með bílinn minn á Jiffy Lube til að láta smyrja hann sem er nú ekki í frásögur færandi. Þegar búið er að skipta um olíuna og rúðuþurrkur og svona það sem ég bað um fer ég að borga. Svo segir afgreiðslumaðurinn "are you aware of our tire policy" eða eitthvað svoleiðis. Ég var eitthvað annars hugar og langaði bara að koma mér út svo ég sagði bara "yes I am". Hvað haldið þið að kallinn hafi þá sagt. "well then tell me what it is", sver það hélt ekki yrði ekki eldri, hafði auðvitað ekki hugmynd um hvað þessi policy var. ´
Ég veit það allavega núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 04:22
Í fréttum var þetta helst!!
Veit aldrei hvað ég á að skrifa í fyrirsögn þegar ég er að blogga.
Það var æðislegt í Montreal þó að það hafi verið alltof stutt. Ég flaug semsagt fyrst frá Washington Dullels til Philadelphiu þar sem ég þurfti að bíða í einn og hálfan tíma eftir næsta flugi til Montreal. Þegar við vorum sest inní vél og allir tilbúnir í Washington þá segir flugfreyjan "Góðan daginn góðir farþegar og velkomin í þetta flug okkar í dag til Phoenix Arizona" WHAT, allir í vélinni panikka náttúrulega því enginn er á leiðinni til Arizona. Þá segir hún glottandi "NOW THAT I HAVE YOUR ATTENTION, I would like to talk to you about security onboard", hahahahaha algjör húmor og hún hafði svo sannarlega athygli allra. Mér fannst þetta flug svona bara rétt reka nefið uppí loftið og svo niður aftur því allt í allt tók það hálftíma.
Jæja svo þegar ég lenti þurfti ég að taka rútu í hálftíma á aðallestarstöðina til að hitta Þórlaugu og Nick og við biðum svo þar eftir Ástu systir. Hún kom svo skvísin og ekkert smá gaman að sjá hana. Skelltum okkur beint á hótelið eða "bed and breakfast" að skila dótinu og svo út að borða. Það var ekkert smá flott herbergið okkar fannst mér. Hér kemur mynd (á ekki að vera allt í drasli annars þegar maður er að ferðast )
Fórum á einhvern stað að borða sem ég bara því miður man ekki hvað heitir en átti að vera svona authentic Montreal staður. Hahahah vitið þið hvað Krissan fékk sér að borða. Já LA wrap, rosa authentic komin í fyrsta sinn til Canada. hahahahah . Fengum okkur nokkra drykki og bara rosa fjör. Brandari kvöldsins var misheyrn þar sem spicy mayones varð að spicy males. Töluðum ekki um annað en kryddaða karlmenn það sem eftir lifði helgarinnar.
Við systa fórum svo bara heim eftir kvöldmatinn enda hún dauðþreytt og klukkan orðin morgunn á hennar mælikvarða. Sváfum rosa vel og vöknuðum kátar morguninn eftir. Tókum okkur góðan tíma í að hafa okkur til en fórum svo loksins út á röltið. Vorum svo bara eiginlega á röltinu allan daginn að taka myndir og skoða. Fórum í gamla bæinn, bryggjuna, versluðum, skoðuðum Notre Dame kirkjuna og ýmislegt fleira. Hér koma nokkrar myndir frá deginum.
Ætla ekkert að vera að skrifa neitt nánar um hvern stað þar sem ég gæti endað með heila bók bara. Þessi í neðri röðinni í miðjunni er tekin inn á kaffihúsi sem við fórum á og þetta eru sírópsflöskur sem Montrealar (segir maður það?) eru sérfræðingar í.
Kvöldið var svo tekið í skemmtileg heit og drykkju (nei við vorum ekki að drekka mjólk)
Læt hér fylgja eina mynd að lokum af mér og Ástu í hláturskrampa. Ég get ekki sagt ykkur af hverju við vorum að hlæja en mikið rosalega var gaman hjá okkur.
Læt þetta gott heita í bili og ætla að fara að koma mér í háttinn.
P.S það fer að verða mjög mikið að gera hjá mér í skólanum á næstunni. Veit ekki hvenær ég næ að skrifa hér næst.
Kveðja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 11:21
Farin til Montreal
Bara að segja góða helgi gott fólk.
Flýg rétt fyrir eitt í dag til Philadelphiu og bíð þar í einn og hálfan tíma eftir fluginu til Montreal.
Rosa spennt að fara að túristast svona í eina helgi og hitta systuna mína og Þórlaugu.
Knús héðan
Krissa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 01:31
Pælingar um lífið og tilveruna!!
Í morgun var ég á leið frá Arlington til Fairfax þegar ég keyrði fram hjá umferðarslysi. Áður hafði ég næstum fest mig uppá umferðareyju við að víkja fyrir lögreglubíl á leið á slysstað. Þetta virtist vera alvarlegt slys, tveir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll á vettvangi auk lögreglunnar. Lífið er svo óttalega brothætt og þarf ekki nema sekúndubrot til að allt breytist að eilífu, ekki einungis fyrir manneskjuna sem lenti y slysinu heldur einnig fjölskyldu og vini sem koma að daglega lífi manneskjunnar. Þá fór ég að hugsa um hvað stjórnaði því að við erum á ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma nema kannski bara röð tilviljana. Ég ætlaði til dæmis að vera farin útúr húsi tíu mínútum fyrr í morgun. Þá hefði ég kannski verið akkúrat að keyra á þessum stað á þessum tíma.
Fékk líka e-mail um helgina um að jóga kennari í studio sem ég sótti tíma í hefði látist í slysi fyrr í vikunni. Hún var að ferðast á milli staða í vinnunni sinni í "golf cart" (man ekki íslenska heitið í augnablikinu), sleppir því sem hún heldur á til að benda vinnufélaga sínum á eitthvað, missir jafnvægið, dettur út og skellur með hnakkann í gangstéttina. Hún komst aldrei aftur til meðvitundar. Eftir sitja maður hennar og tveir synir sem nú verða að aðlagast lífinu að nýju án eiginkonu og móður sem framað þessu hafði verið fastur punktur í tilverunni.
Líf fjölskyldu Madeleina McCann litlu sem hefur verið svo mikið í fréttunum undanfarið verður aldrei samt aftur hvort sem hún finnst á lífi eður ei.
Hef mikið verið í svona pælingum undanfarna daga. Af hverju fæðumst við í ákveðnu landi, í ákveðna fjölskyldu, í ákveðna stétt en ekki einhverja aðra og svo framvegis.
Já lífið er fullt af spurningum sem ómögulegt er að svara ekki satt.
Krissa í heimspekilegum hugleiðingum kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 14:21
Montreal!!
Jæja þá.
Það er búið að vera frekar mikið að gera hér á bæ undanfarna viku og því lítill tími gefist til að blogga.
Samanber titilinn á færslunni er ég að skella mér til Montreal um næstu helgi. Þetta verður svaka keyrsla því ég kem ekki fyrr en um fimm leytið á föstudagskvöld þangað og fer aftur kl þrjú á sunnudag. Er búin að fá nokkrar ábendingar um hvað gæti verið markvert að skoða en á eftir að setjast niður og skoða málin betur og búa til plan. Systir mín og vinkona hennar voru búnar að plana ferð og ég bara ákvað að skella mér með. Gaman að svona spontaneous ákvörðunum.
Best að fara að koma sér aftur í stellingar við lesturinn. Er að lesa bók sem heitir Naufragios og segir sögu af Alvar Nunez Cabeza de Vaca sem lagði af stað í leiðangur 1526 eða 7 minnir mig til að uppgötva Florida. Hann týndist svo og bjó hjá Indjánum í meira en sjö ár, lærði að lifa þeirra lífi, tala þeirra tungumál og skilja þeirra menningu. Mjög áhugavert.
Ekki mjög skemmtileg færsla en svona er lífið þessa dagana
Góda helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 18:04
Nýjasta verkefnið
Ætla ekkert að skrifa í dag en langaði að sýna ykkur mynd af því sem ég er að fást við að prjóna þessa dagana á milli þess sem ég læri
Held ad hún komi til med ad verda bara nokkud gód. Hugsa ad ég reyni ad byrja á úrtokunni í kvold. Ekkert ofbodslega god mynd en ég tek adra og set inn þegar ég er búin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 17:06
Neyðarlegt
Aumingja stelpan að þetta skuli vera fréttnæmt. Ég man eftir því einu sinni að ég læstist inná salerni í keilusal. Eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru gólfin á slíkum salernum ekki þau alla hreinustu. Sem betur fer þá var hurðin ekki alveg niður í gólf og ég gat skriðið undir gatið. Eins gott að ég var grennri í þá daga en ég er í dag. Við hlógum mikið að þessu þegar ég fór að segja keilufélögunum frá óförum mínum, en ég hefði ekki verið hrifin af því að þetta hefði komið í dagblöðunum. Alveg sama þó nafnið sé hvergi nefnt.
Annars í öðrum fréttum er allt gott að frétta héðan. Er búin að vera óttalega upptekin helgi og ég var svo eftir mig að ég svaf í næstum 12 tíma í nótt. Ætli ég sé að verða gömul?
Komst ekki út af salerninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2007 | 18:47
La gramática
Ég er að verða ringluð í kollinum af að lesa þetta sem ég er að lesa núna. Morphology, approachs to tense and mood, systematic meaning, absolutes, ortographic changes through time and blablabla...................., held ég þurfi að lesa þetta yfir aftur nokkrum sinnum til að hafa þetta á hreinu.
Sit hér í Wegmanns sem er matvörubúðin mín og reyni að láta þetta Síast inní kollinn á mér. Skrapp i Target og Best buy í morgun að erindast en annars er ekki mikið nýtt að frétta.
Las frétt í morgunblaðinu í morgun um að hópur 8.bekkinga og kennara þeirra hefðu bjargað þýskum ferðamönnum frá drukknum skammt frá Þórsmörk. Hlýtur að vera hryllileg tilfinning að vera innilokaður í bíl sem er að fyllast af vatni og geta enga björg sér veitt. En maður spyr sig líka hversu vel fólk er yfirleitt undirbúið að ferðast um Ísland og geri sér grein fyrir hættunum sem leynast víða. Annað dæmi eru Þjóðverjarnir sem leitað var að á Svínafellsjökli í þar síðustu viku. Þeir voru staddir á mesta sprungusvæði jökulsins. Það er hryllingur að hugsa til þess að þeir hafi hrunið ofan i þessar botnlausu sprungur og muni kannski aldrei finnast. Og aumingjans fjölskyldurnar þeirra í Þýskalandi verða alltaf í efa um örlög þeirra. Bara ekki hægt að ímynda sér hvernig er að ganga í gengum svoleiðis. Auðvitað leynast hættur víða en þetta eru bara svona hlutir sem maður veltir fyrir sér.
Ætlaði að vera svooo dugleg að vakna í morgun og drífa mig í sund ennnnnnn hvað gerðist? Jú jú mín slökkti á klukkunni. Hvar getur maður náð sér í örlítið af sjálfsstjórn? Svar óskast
Kvedja í bili frá hitanum í Ameríkunni
Krissa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)