Búin að vera hér á flugvellinum í samtals 11 klukkutíma

Og lítur út fyrir eins og er að við forum í loftið eftir fjóra tíma taepa, eda klukkan sjo ad morgni ad bandarískum tíma.    Áaetlud lending á Íslandi kl 18.   Vona að tetta gangi eftir og veðrið fari að ganga niður.

Og ég sem hélt að andvokunaeturnar vaeru búnar í gaerkvoldi þegar ég skilaði prófinu.  Ekki alveg svo gott Errm 


mbl.is Flugi aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

9 tíma seinkun

Jæja góða kvöldið gott fólk

Ég sit hér á Baltimore flugvellinum og er að bíða eftir flugi til Íslands.  Með réttu hefðum við átt að vera búin að vera á flugi í um þrjá tíma þegar þetta er skrifað.  Það er hins vegar níu tíma seinkun á fluginu svo við förum ekki í loftið fyrr en eftir 6 klukkutíma eða fimm í fyrramálið að bandarískum tíma.  Það er víst svona líka svakalegt veður heima, úff.   Ég náttúrulega hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég var komin hér á flugvöllinn og hefði verið of dýrt að fara heim aftur því ég hefði þurft að taka shuttle fram og til baka (bý um einn og hálfan tima frá flugvellinum). 

Um tíma var ég að reyna að gera upp við mig hvort ég ætlaði á hótel en ákvað svo að hanga bara hérna með öllum hinum í sama flugi og reyna að meika það í gegnum nóttina.  Icelandair borgar ekki fyrir hótel gisting þar sem þetta er veðurtengt en ekki einhver bilun í vélinni  Er núna búin að vera í næstum átta tíma hér á vellinum og allavega fimm og hálfur eftir. 

En jæja ætla að koma mér fyrir og fara að lesa.

Sjáumst á Íslandi hvenær sem ég kemst nú þangað

 Krissan


Lagt í hann á morgun

Jæja, hér er allt á fullu og stressið í hámarki.   Var að enda við að e-maila eina lokaritgerðina mína til professorsins.  Var bara þokkalega ánægð með hana, en það þarf ekki að vera að hann sé á sama máli.  Vonum það besta.   Á svo eftir að klára eitt lítið heimapróf í kvöld, ekki nema 500 orð samtals. 

En svo er ég líka að klára að pakka því að ég er að leggja af stað til Íslands Á MORGUN Smile.  Úff, ekkert smá stress að vera að klára þetta allt í einu.  Mikið verður yndislegt að geta slappað af og ekki hugsað um skólann í bili.   Get svo ekki beðið eftir að hitta fjolskylduna mína í Koben á laugardaginn. 

Laet þetta gott heita í bili og segi bara

Sjáumst á naestu dogum.

Kv

Krissa ferðalangur


Meiri sýklalyf

Jæja mér tókst að fá að breyta miðanum mínum sem ég talaði um í síðustu faerslu og á nú pantað flug á réttum degi Smile.  Kostaði slatta en það er ekkert við því að gera.

Fór aftur til laeknisins í dag útaf mrsa.  Hún setti mig á áframhaldandi sýklalyfjakúr í tvaer vikur í viðbót *daes*.   Haegara sagt en gert að losna við þessa fj......bakteríu.   Mér líður samt alls ekkert illa, bara til að hafa það á hreinu.  Bara með þetta kvikindi enn að leika lausum hala einhversstaðar inní mér Frown

Jaeja þetta voru tilkynningar dagsins.

Er með fyrirlestur í kvöld og annan á miðvikudaginn. Wish me luck!!!

Kveðja

Krissan


Það er svona þegar maður planar langt fram í tímann

Það er nú ekki hægt að segja annað en að ég sé alger snillingur.    Þegar ég var heima á Íslandi í sumar þá pantaði ég ferðina mína heim til Íslands um jólin.  Ekki nóg með það heldur pantaði ég mér einnig helgarferð til Kaupmannahafnar til að hitta fjölskylduna mína á þeirra leið heim frá útskrift bróður míns í Sviss.   Þetta var allt útplanað, ég myndi fara héðan þann 13.des og lenda á Íslandi 14.des.  Svo pantaði ég mér eina nótt á flughótelinu í Keflavík svo ég gæti hvílst og snúið sólahringnum við og notið þess að vera í Köben.  Flugið til Köben átti að vera að morgni 15.des.   Ég pantaði þetta allt saman örugg með mitt og hef ekki litið á útprentunina úr tölvunni síðan í júní.  Núna áðan kíkti ég á þetta vegna þess að ég hringdi á hótelið í Köben til að biðja þá að setja inn eitt aukarúm fyrir mig.  Þá rek ég augun í það að ég á flug út til Köben þann 14. en ekki 15.  Þarf því að hringja í icelandair um leið og þeir opna í fyrramálið og fá þessu breytt.  Nú er bara að krossa putta og vona að sem fæstum detti í hug að fara að panta sér ferð til Köben á þessum degi þangað til á morgun að ég er búin að tryggja mér sæti.  Sá nefnilega áðan á netinu að það er enn laust.  *dæs*.  En ég er nú fegin samt að ég fattaði þetta núna.  Hefði ekki verið alveg nógu sniðugt að mæta á flugvöllinn til að tékka mig inn þann 15 og fatta þá að ég átti flugið daginn áður. 

Hér í Virginia eins og annarsstaðar í Bandaríkjunum var Thanksgiving eða "Turkey Day" eins og ég kalla hann á fimmtudaginn.  Ég var í mat hjá henni Helgu vinkonu sem reiddi fram kalkún á bara íslenskan máta með rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og sósu.  Yummí.

Í gær fórum við svo í smá verslunarleiðangur og ég var komin heim kannski uppúr fimm.   Var að læra til fjögur í morgun þar sem ég var í stuði og af hverju ekki þá að halda áfram. 

Tók mig til í morgun og bakaði gulrótarköku og skonsur.   Komst bara í svaka jólafíling á því.

Nú er ég sest aftur við tölvuna og ætla að sitja við í nokkra klukkutíma við ritgerðasmíðar. 

Kveð í bili

Krissan


Loksins að koma til

Jæja þá er maður loksins að hressast af þessum ósköpum.  Ekkert grín að greinast með MRSA.  Verð á sýkalyfjum fram á fimmtudag og þarf þá að fara aftur í tékk til doksa. 

Var íslenskur basar hér í gær sem gekk alveg glimrandi vel.  Var þar allan daginn að hjálpa til.  Skrapp svo aðeins í partý um kvöldið en stoppaði ekki lengi.  Var alveg búin á því þar sem þetta var eiginlega fyrsti dagurinn sem ég fór eitthvað að ráði útúr húsi eftir að ég veiktist. 

Vildi bara skrifa smá, er á fullu að læra og ná mér upp aftur.  Ekkert smá að missa úr fimm heila daga þar sem ég náði sama og ekkert að læra. 

Þýðir ekkert að hugsa um það og nú er bara unnið í fimmta gír, eða allavega einhverjum mjög hraðvirkum LoL.  Trúi því bara ekki hvað er stutt til jóla.

Krissan kveður í bili. 


Sýking

Jæja ekki er gott ástandið á mér í dag.  Er búin að vera frekar slöpp núna í fjóra daga með kvef og hósta og svoleiðis venjulegan slappleika.  En það sem öllu verra er að ég fékk sár á fótinn sem ekki gréri og fór að grafa svona líka skemmtilega í.  Allt marið og blátt og stokkbólgið.  Gat ekki lengur labbað í gær vegna verkja svo ég fór til læknis í dag sem kreysti þessi líka lifandis býsn af sambland greftri og blóði (afsakið lýsinguna) út úr fætinum á mér.  Er með einhversskonar sýkingu og komin á sýklalyf og sterk verkjalyf.   Sýni var sent í ræktun og ég fæ sennilega að vita seinna í vikunni hvers konar sýking þetta er nákvæmlega. 

 Ákvað því að "skrópa" í skólanum í kvöld og leyfa mér bara að vera lasarus.  Ekki skemmtilegt að standa í svona þegar manni veitir ekkert af öllum tíma til að læra.  en það er víst ekkert spurt að því.  

Farin að leggja mig.

Krissan


Árás

Ég sat hér við tölvuna í morgun og var að læra og kettirnir eitthvað að slást sem er mjög algeng sjón á þessu heimili Smile.  Nema hvað, áður en ég veit af kemur allur þurrmaturinn sem var í skálinni þeirra stökkvandi á móti mér og fer gjörsamlega út um ALLT gólf.   Einhvern vegin tókst þessum elskum í öllum látunum og slagsmálunum að sparka svona líka vel í matarílátið sitt. 

Já árás frá kattamat, alltaf bætist eitthvað nýtt við í reynslubankann LoL

 

Á öllu alvarlegri nótum þá hefur verið um að konur hafi verið áreitnar kynferðislega hér í hverfinu mínu undanfarnar vikur.  Manni stendur nú ekki alveg á sama sérstaklega þar sem meðleigjandi minn og nágranni ásamt mörgum öðrum labba einar heim frá lestarstöðinni eftir myrkur daglega.  

Nánar um málið hér 

 

Jæja ætla að fara að koma mér af stað í skólann.

 

Krissan sem er í einhverju letikasti  kveður að sinni


Kaffi

Rakst á þetta próf á einu blogginu.  Skondið að þetta skyldi verða niðurstaðan þar sem latte er alltaf það sem ég panta mér þegar ég fer á kaffihús Smile

Þú ert svo mikið sem...

Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hvernig kaffi ert þú?

 

 


One of those moments

Já ætla bara að deila þessu með ykkur Blush

 Var að klára að búa til fiskibolludeig í matvinnsluvélinni minni.  Búin að hlakka svo til að fá mér ekta íslenskar fiskibollur í matinn.  En nú er vandamálið það að lokið á matvinnsluvélinni er svo raekilega skrúfað á að ég get ekki með nokkru móti opnað til að ná því af.  Deigið situr því inn í ísskáp í harðlokaðri skálinni og ég er að afþýða pylsu til að skella á grillið *dæs*

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband